fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hræðilegar vendingar í máli Madeleine McCann: „Mamma og pabbi eru nær mér en ég hélt“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 09:56

Gerry og Kate McCann. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Madeleine McCann, Kate og Gerry, eru í rusli eftir að óprúttið nettröll þóttist vera dóttir þeirra, sem hefur verið týnd í tólf ár. Gerðist þetta á laugardagskvöld, kvöldið fyrir minningardaginn sjálfan, þar sem Bretar minntust þess að 101 ár væri liðið frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Kate og Gerry fóru út að borða á staðinn Beijing Banquet í Renfrew, nálægt Glasgow í Skotlandi. Þau sjást ekki mikið opinberlega en þegar þau voru á staðnum tók einhver óþekktur aðili mynd af þeim að halda á diskum. Nettröll birti myndina á Facebook og skrifaði einfaldlega:

„Mamma og pabbi eru nær mér en ég hélt.“

Þóttist nettröllið vera Madeleine sem var rænt þegar að fjölskyldan var í fríi í Praia da Luz í Portúgal í maí árið 2007. Þá var Madeleine alveg að verða fjögurra ára og væri því sextán ára í dag. Foreldrar hennar hafa aldrei hætt að leita að henni, en mál Madeleine er eitt það þekktasta í heiminum og hafa verið gerðir um það sjónvarpsþættir og bækur, svo dæmi séu tekin.

Hver er tilgangurinn?

Fjölskylduvinur Kate og Gerry tjáir sig um nettröllið við The Sun.

„Kate og Gerry eru bæði í áfalli og mjög döpur að einhver gæti lagst svona lágt,“ segir hann í skjóli nafnleyndar.

„Svo virðist sem þau geti ekki einu sinni notið máltíðar með fjölskyldu sinni kvöldið fyrir minningardaginn án þess að einhver geðsjúklingur misnoti þau. Og hver er tilgangurinn? Þeim finnst þetta viðurstyggilegt.“

Kate og Gerry halda á tölvugerðri mynd af Madeleine eins og hún gæti litið út í dag.

Kate og Gerry voru lengi vel grunuð um að eiga þátt í hvarfi Madeleine og héldu sumir því fram að þau hefðu komið sinni eigin dóttur fyrir kattarnef. Nafnlausi fjölskylduvinurinn segir þau lenda í árásum á degi hverjum.

„Þetta hefur verið í gangi síðan á fyrsta degi [sem Madeleine hvarf] og þau velta fyrir sér hvort þetta hætti einhvern tíman. Þetta er grimt, þetta er fólskulegt, þetta er heimskulegt.“

„Ógeðslega sjúkt“

Notendur Facebook létu nettröllið heyra það eftir myndbirtinguna og kölluðu það meðal annars „ógeðslega sjúkt“ og „gjörsamlega viðbjóðslegt.“

Fyrr í þessum mánuði þökkuðu Kate og Gerry fyrir stuðninginn um leið og þau hétu því að halda áfram leita að dóttur sinni. Rannsóknarlögreglumenn gáfu það út í júní að þeir væru nær því að komast til botns í hvarfi Madeleine og að nýr aðili væri grunaður í tengslum við hvarf hennar. Rannsókn málsins heldur því áfram og hefur kostað tólf milljónir punda til dagsins í dag, tæpa tvo milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum