fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Guðmundur og Ragna björguðu lífi 7 ára drengs

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hjónin erum stöðugt á vaktinni, líka í sumarfríinu, endurlífguðum 7 ára dreng sem fannst hérna á botninum í sundlauginni á hótelinu sem við dveljum á. Arnar Logi 6 ára stóð á kantinum og fylgdist með allan tímann.“

Þannig hefst frásögn sem Ragna María Ragnarsdóttir og Guðmundur Hreinsson birtu á Facebook-síðum sínum. Guðmundur starfar sem bráðatæknir hjá slökkviliðinu en Ragna er hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á bráðadeild í Fossvogi. Þau tjá sig einnig við mbl.is um björgunina en þau Ragna og Guðmundur eru í fríi á Spáni og dvelja á hóteli skammt frá Barcelona. Þar urðu þau vitni að því þegar sundlaugarvörður dró 7 ára gamalt barn upp úr lauginni og var það hætt að anda.

Þegar sjúkrabílar loks komu á vettvang var drengurinn, sem er breskur, kominn með púls. Guðmundur segir á Facebook:

„En það sem skiptir máli í þessu að drengurinn var kominn með púls þegar sjúkrabílarnir komu og farinn að anda spontant, held líka að það sem skipti máli að ég var nógu frekur og stjórnaði. Ragna fékk sér kaffi á eftir til að losna við ælubragðið eftir að hafa blásið í hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Í gær

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku