Veðurfarið er orðið stórskrítið og ekki batnar það með árunum. Það verður alltaf hlýrra og hlýrra með hverju árinu og minna um snjó allavega hérna á suður og vesturlandinu og víða líka.
Á Holtavörðuheiðinni á föstudaginn var smá föl. Á laugardeginum hafði hún minnkað verulega og horfið alveg neðar í Norðurárdalnum. Enda var hitastigið 5 stig.
Allt er að breytast því miður og veiðin á heiðinni um helgina var lítil sem enginn. Þeir veiðimenn sem við ræddum við höfðu aðeins séð einn og einn fugl en ekkert fengið neitt margir hverjir. Fréttir voru af því að veiðimenn hafi reyndar verið að fá rjúpur á Öxnadalsheiðinni rétt fyrir myrkur.
Það var rætt við allavega 20 veiðimenn og allstaðar var sama sagan. Lítið að sjá en góður labbitúr, það er kannski allt í lagi en ekki til lengdar helgi eftir helgi. Fyrsta helgin var ágæt á Holtavörðuheiðinni þessi var slöpp. Svona er bara veiðiskapurinn en göngutúrinn er góður.
Mynd. Á Holtavörðuheiðinni um helgina. Mynd G.Bender