fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Sómakær prestur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Brown tekur við af Poirot sem spæjari föstudagskvöldanna á RÚV. Séra Brown er vingjarnlegur, nokkuð annars hugar, stundum virðist hann reyndar svo úti á þekju að maður áttar sig ekki á því hvernig honum tekst að leysa hin ýmsu sakamál. En þá er maður að vanmeta hann. Þegar maður ætlar sem svo að hann sé víðsfjarri í huganum þá er hann að íhuga og komast að niðurstöðu. Séra Brown þykir vænt um annað fólk og skilur mannlegt eðli. Hann veit af góðu eiginleikunum og fagnar þeim en veit jafnmikið um dökku hliðar mannskepnunar og er stundum sorgmæddur, eins og hlýtur að gerast hjá sálusorgurum.

Í síðasta þætti reyndi ósvífinn þorpari að koma séra Brown fyrir kattarnef. Þá ofbauð mér. Kallið mig gamaldags, en ég hef trú á kirkjunnar þjónum. Að veitast að sómakærum og góðviljuðum presti er hið mesta níðingsverk og maður getur ekki látið það óátalið. Séra Brown var algjörlega varnarlaus en tveir kvenskörungar fundu hann blessunarlega í tæka tíð. Ég viðurkenni að mér var mjög létt.

Það er notalegt að vera í návist þessa góða kaþólska prests á föstudagskvöldum og fylgjast með lífinu í þorpinu hans, sem er alveg jafntíðindamikið og í Midsumer Murders-þáttunum. Samkvæmt þessum þáttum er manneskjan svo breysk að ekki má af henni líta án þess að hún sé farin að valda öðrum skaða. Kannski er það bara rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“