fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

John McCain greindist með heilaæxli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 05:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn John McCain hefur greinst með illkynja heilaæxli. Frá þessu var skýrt í nótt. McCain er áttræður. Hann fór í aðgerð á föstudaginn þar sem lítill blóðtappi við annað auga hans var fjarlægður. Ræktun á vefsýni, sem var tekið í aðgerðinni, leiddi í ljós að blóðtappinn var tilkominn vegna illkynja æxlis.

John McCain hefur helst verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði vegna andstöðu hans við Donald Trump forseta en McCain hefur ekki legið á skoðunum sínum um ýmis mál er varða Trump sjálfan og stefnumál hans.

McCain er nánast goðsögn í bandarískum stjórnmálum en hann er vinsæll og óhræddur við að tjá skoðanir sínar. Hann var stríðsfangi í fimm og hálft ár í Víetnam en hann var tekinn höndum eftir að flugvél hans var skotin niður.
Þegar honum var boðið að vera látinn laus úr haldi hafnaði hann því og krafðist þess að þeir stríðsfangar sem höfðu verið lengst í haldi skyldu látnir lausir fyrst. Hann sætti pyntingum á meðan hann var í haldi og það á sinn þátt í að það pólitíska verk sem hann er einna stoltastur af er að hafa komið í gegn lögum fyrir tveimur árum sem banna pyntingar.

Hann var forsetaframbjóðandi repúblikana 2008 og barðist um forsetastólinn við Barack Obama sem sigraði eins og kunnugt er. Obama sendi honum einmitt kveðju á Twitter í gær eftir að fréttist af veikindum McCain:

„John McCain er bandarísk hetja og einn sá hugrakkasti baráttumaður sem ég hef nokkru sinni hitt. Krabbameinið veit ekki við hvern það er að berjast. Give it hell, John.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins