Heildarkostnaður vegna Friðarsúlu Yoko Ono frá vígslu hennar árið 2007 er um 47.7 milljónir króna. Kostnaðurinn í ár nemur 5.8 milljónum króna, sem er ívið meira en á venjulega ári, þar sem setja þurfti upp nýja spegla til að gera ljósið bjartara og fallegra, samkvæmt Sigurði Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í dag.
Um flóknasta útilistaverk Reykjavíkur er að ræða, en það samanstendur af níu kösturum sem stilla þarf af til að geislinn verði beinn, en það er fimm manna verk.
„Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“
segir Sigurður og bætir við að aldrei hafi fleiri verið við tendrunina en í ár, þegar 1.800 manns mættu í Viðey, en Yoko Ono bauð gestum upp á ókeypis siglingu.
Kostnaður frá 2007
Samkvæmt fyrirspurn Eyjunnar er ýmis viðhalds- og viðburðarkostnaður vegna Friðarsúlunnar á hverju ári.
Heildarkostnaður er 47.7 milljónir, en um 40 milljónir vegna árlegs viðhalds og viðburða.
Að auki hefur fallið til kostnaður vegna sérstakra viðburða er varða Friðarsúluna, alls 8.7 milljónir.