Það er ofboðslega kósí að drattast fram úr á náttfötunum um helgar og búa til pönnukökur, sérstaklega þegar að farið er að kólna í veðri. Við rákumst á þessa pönnukökuuppskrift á matarvefnum Delish og getum staðfest að þessar pönnukökur eru gómsætar.
Hráefni:
1 1/3 bolli hveiti
1½ tsk. lyftiduft
1½ tsk. kanill
1 msk. sykur
½ tsk. salt
4 msk. smjör + smjör til að steikja upp úr
1 egg
1 tsk. vanilludropar
1¼ bolli mjólk
4 stór epli, afhýdd og skorin í bita
½ bolli púðursykur
Aðferð:
Blandið hveiti, lyftidufti, 1 teskeið af kanil, sykri og salti saman í meðalstórri skál. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri. Blandið eggjarauðu, vanilludropum, mjólk og brædda smjörinu saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við og blandið síðan 1 og hálfum bolla af eplunum saman við. Stífþeytið eggjahvítuna og blandið henni síðan varlega saman við deigið þar til allt er blandað saman. Bræðið restina af smjörinu á pönnu og setjið epli, púðursykur, restina af kanil og ¼ bolla af vatni á pönnuna. Eldið þar til eplin eru orðin mjúk og blandan minnir á sultu, eða í um 10 til 15 mínútur. Bræðið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita. Hellið um ¼ bolla af pönnukökudeigi á pönnuna og snúið eftir 1 til 2 mínútur. Steikið þar til kakan er gullinbrún. Endurtakið með restina af deiginu og berið pönnukökurnar fram með eplablöndunni.