fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Elko með lægsta tilboðið um aðstöðu í Leifsstöð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elko átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á aðstöðu undir rekstur tveggja raftækjaverslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt tilkynningu frá ISAVIA.

Útboðið hófst í júní síðastliðnum. Reksturinn var boðinn út þar sem fyrri samningur við Elko er að renna út. Óskað var eftir reynslumiklum aðila sem hefði yfir að ráða úrvali vörumerkja. Gerð var sú krafa að viðkomandi hefði rekið að lágmarki tvær raftækjaverslanir samhliða síðastliðin þrjú ár og hefði yfir að ráða  úrvali vörumerkja og vöruframboði sem samanstæði að minnsta kosti af farsímum, spjaldtölvum, snjallúrum, myndavélum, heyrnartólum, litlum hátölurum og heimilistækjum.

Við mat á tilboðum var m.a. horft til vöruúrvals, verðstefnu, þjónustu, mannauðsmála, hönnunar og upplifunar í verslun auk fjárhagslegra þátta. Sjö aðilar sóttu útboðsgögn eftir að opnað var fyrir aðgang að þeim 18. júní síðastliðinn.

Tvö fyrirtæki  sendu gögn til þátttöku, báðir uppfylltu hæfiskröfur og var þeim boðið til viðræðna. Í valferlinu var notast við viðræður og í kjölfar þeirra  skiluðu þátttakendur inn lokatilboðum. Valnefnd mat tilboðin til stiga en hún var skipuð tveimur fulltrúum frá Isavia og tveimur óháðum ráðgjöfum frá Deloitte og Capacent.

Gerður verður þriggja ára samningur við Elko um aðstöðu til reksturs tveggja raftækjaverslana í norðurbyggingu flugstöðvarinnar, önnur er ætluð farþegum á leið úr landi en hin er ætluð komufarþegum. Áætlað upphaf samningstíma er í janúar 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?