fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sex milljónir kostar að nefna og merkja tvo göngustíga hjá Reykjavíkurborg – „Þetta endar svo í 12 mills“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir íbúakosning Reykjavíkurborgar á hverfidmitt.is en þar geta borgarbúar sem náð hafa 15 ára aldri kosið um hugmyndir í sínu hverfi sem borgin mun síðan framkvæma á næsta ári. Alls er 450 milljónum ráðstafað í framkvæmdirnar og lýkur kosningu þann 14. febrúar.

Hvert verkefni í kosningunni er eyrnamerkt ákveðinni upphæð sem áætlað er að verkið kosti.

Þeir sem búa í Hlíðarhverfinu geta kosið um ýmsar framkvæmdir og hugmyndir á Klambratúni. Þeirra á meðal er að finna heiti á tvo stíga á Klambratúni og merkja þá.

Að vísu kemur fram í upplýsingum um verkefnið að stígarnir hafi þegar fengið nöfn, en upprunaleg nöfn þeirra eru Skaftastígur og Sigurlaugarstígur, miðað við heimildir frá árinu 1936.

Finna þurfi ný nöfn

Kostnaður við verkið er sagður 6 milljónir króna, eða jafnmikið og lagfæring göngustíga þar, og einni milljón meira en kostnaður við lagningu hlaupabrautar í kringum Klambratún.

Í rökunum með framkvæmdinni segir:

„Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt.“ (Úr ljóðinu Fjallgöngu eftir Tómas Guðmundsson í ljóðabókinni Fögru veröld.)

Engin mótrök hafa verið sett fram, en það eru kjósendur sem geta sett inn athugasemdir með hverri framkvæmd.

Sagt alltof dýrt

Ólafur nokkur vekur athygli á þessu á Twitter. Hann spyr:

„Hvernig getur þetta kostað SEX MILLJÓNIR?“

Ýmsir taka undir hans sjónarmið:

Galið,“ segir einn, „Það þarf alveg helling af verkfræðingum til að hanna þetta….“ segir annar í kaldhæðni.

Þetta endar í svona 12 mills“ segir einn til.

Hinsvegar er einnig nefnt að allar framkvæmdir séu dýrari en fólk haldi:

„Þetta er held ég leynt og ljóst tilgangurinn með þessari peningasundurliðun í hverfakosningunni – að fólk sjái hversu ógeðslega dýrt það er að gera basically allt og að það þurfi því að forgangsraða. Það er ekki bara skiltið heldur vinnan, steypan, skipulagið.“

Eyjan hefur óskað eftir sundurliðun á kostnaðaráætlun verksins hjá Reykjavíkurborg, sem birt verður um leið og svör berast.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump