fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Procar-menn snúa aftur eftir kílómetraskandal – Reka bílasölu í Kópavogi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 10:00

Nýja bílaleigan heitir Carson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaleigan Carson hóf nýlega starfsemi í Akralind í Kópavogi. Að baki henni standa sömu aðilar og stóðu að baki bílaleigunni umdeildu Procar.

Uppljóstrun Kveiks

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur upplýsti í febrúar um að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðu notaðs bílaflota síns til að fá fyrir þá hærra söluverð. Dæmi voru um að kílómetrastaða hefði verið lækkuð um allt að 105 þúsund kílómetra. Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóri Procar, afþakkaði viðtal við fréttamenn Kveiks en kvaðst ekkert kannast við að átt hefði verið við kílómetramæla. Gögn sem Kveikur hafði undir höndum bentu þó á hið gagnstæða þar sem aðgangur Gunnars að tölvukerfi bílaleigunnar hafði verið notaður til að skrá lækkaða kílómetrastöðu. Einnig sýndu gögn fram á að annar starfsmaður Procar, Smári Hreiðarsson, hafi í tug tilfella hið minnsta breytt stöðu kílómetramæla.

Í kjölfar Kveiksþáttarins gaf Procar frá sér yfirlýsingu þar sem beðist var afsökunar á hátterninu en sömuleiðis fullyrt að fyrrverandi starfsmaður bæri ábyrgð á málinu og ekkert hefði verið átt við kílómetramæla síðan 2015. Einnig var fullyrt að mælar hefðu aðeins verið niðurfærðir um 15 til 30 þúsund kílómetra. Í framhaldi af yfirlýsingunni fór Stundin yfir gögn tuttugu bíla Procar þar sem mælunum hafði verið breytt á árinu 2016 og komst að því að mælar voru jafnvel færðir niður um allt að 105 þúsund kílómetra. Yfirlýsing Procar var því í megindráttum röng. Í kjölfar fréttaflutnings ákváðu nokkrir einstaklingar, sem höfðu keypt bifreiðar af Procar með niðurfærða kílómetramæla, að leita réttar síns.

Ný bílasala

Eigendur Procar eru Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson. Þeir eru nú skráðir eigendur að bílasölu sem hefur hafið starfsemi í Akralind í Kópavogi, Carson ehf. Ekki þurftu þeir að leita langt eftir framkvæmdastjóra, en það er áðurnefndur Smári Heiðarsson. Hann er jafnframt sölustjóri og prókúruhafi hjá félaginu.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá var fyrirtækið Carson ehf. stofnað á árinu 2013. Þá var tilgangur félagsins innflutningur, heildsala og smásala á hjólbörðum og varahlutum í bifreiðar. Carson ehf. hafði í upprunalegri mynd hætt starfsemi, en samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017 var starfsemin engin á því ári. Í september á þessu ári barst Fyrirtækjaskrá þó aukatilkynning og ný samþykkt fyrir félagið. Þá höfðu átt sér stað eigendaskipti og skipuð ný stjórn. Nýr tilgangur félagsins er kaup og sala bifreiða, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.

Procar hélt leyfinu

Harðlega var gagnrýnt í júní að Samgöngustofa hafi ekki svipt Procar leyfi, þrátt fyrir að hafa blekkt viðskiptavini sína með breyttri kílómetrastöðu. Stóðu brotin yfir í minnst fimm ár. Héraðssaksóknari hefur nú málið til rannsóknar og þykir það mikið að umfangi.  Í rökstuðningi Samgöngustofu fyrir ákvörðuninni er bent á greinarmun þess að leigja út bifreið og að selja þær. Samgöngustofa hafi ekki valdheimildir gagnvart bílasölu, en við bílasölu hafi brotin átt sér stað. Það sé því lögreglunnar að rannsaka.

Sjá einnig: Þetta er ástæðan fyrir því að Procar slapp með svindlið.

Hagnaður Procar var 200 milljónir á árunum 2015 og 2016 fyrir utan fjármagnsliði og rekstrartekjur 2,2 milljarðar árið 2016. Eignir leigunnar voru metnar á um milljarð í lok árs 2016 og nam þá eigið fé 23 milljónum.

Haraldur Sveinn og Fasteignafélag Austurlands

Annar eigenda Procar og Carson, Haraldur Sveinn, var einn stofnenda Fasteignafélags Austurlands ehf. Félagið fékk milljarð að láni frá Íbúðalánasjóði til uppbygginga á Austurlandi þrátt fyrir að eiginhlutafé félagsins væri langt undir því lágmarki sem reglur Íbúðalánasjóðs gerðu kröfu um. Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 sat Íbúðalánasjóður eftir með sárt ennið, 2,2 milljarða skuld og ósöluvænar íbúðir.

Sjá einnig: Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“