fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Tekur Samtök atvinnulífsins í bakaríið – „Nær væri að tala um dýrasta hádegisverð ársins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Björns bakarís, vandar Samtökum atvinnulífsins ekki kveðjurnar í harðorðri grein í Morgunblaðinu. Steinþór telur samtökin engan veginn standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem eru þorri allra fyrirtækja landsins. Segir Steinþór að það sé alveg nýtilkomið að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, velti því fyrir sér hvort umbjóðendur hans hafi bolmagn til að greiða þau laun sem hann semur um við verkalýðsfélög –  en Halldór lét þau ummæli falla í tengslum við kjaradeildu blaðamanna að ekki væri hægt að kreista tár úr steini. Steinþór skrifar:

„Óþarfi er að nefna hvernig fyrirtækjunum gengur að standa undir öllu því er þeim er ætlað en bent er á uppsagnir, lokanir og gjaldþrot sem afleiðingar þess að samkeppnishæfni fyrirtækjanna er horfin. Halldór mætti líka velta því fyrir sér hvort eftirgjöf við samningaborð á einum stað skapi ekki ýktari kröfur við það næsta?“

Steinþór segir að á meðan verkalýðsfélögin miði kröfur sínar við sína minnstu umbjóðendur taki SA mið af stærstu fyrirtækjunun. Hann segir forystu SA vera veika:

„Forysta Samtaka atvinnulífsins er veik. Til forystu velst fólk úr fámennum hópi allra stærstu fyrirtækjanna. Mest launþegar án beinna hagsmuna sem eigendur rekstrar og yfirleitt ekki með neina aðra hagsmuni en að ná sem bestri útkomu fyrir sitt fyrirtæki og síðan sjálfa sig. Stoppa stutt við og inn kemur „nýtt“ fólk úr sömu átt. Öllu miðstýrt með uppstillingu. Hagsmunir stórs hluta félagsmanna SA eru fyrir borð bornir í hvert sinn er samið er um kaup og kjör. Stærri og stærri hluti meðlima SA hefur ekki bolmagn til standa undir því sem samið er um, verandi í harðri samkeppni, ekki síst við innflutning.“

Dýr hádegisverður

Steinþór segir það vera dýrt spaug fyrir fyrirtæki að vera meðlimir í SA, há meðlimagjöld skili litlu. Betra sé að nota peningana í að greiða niður skuldir en kasta þeim í samtökin. SA hafi leyst fá mál fyrir fyrirtæki, vandamál sem hafi komið inn á borð samtakanna hafi leyst sig sjálf. Frír hádegisverður sem hann þiggi hjá samtökunum sé í raun dýrasti hádegisverður ársins:

„Hefur undirritaður sem meðlimur samtakanna haft þann eina hag af verunni að hægt hefur verið að mæta á aðalfund og fá „frítt“ að borða í hádeginu. Sem er auðvitað blekking, nær væri að tala um dýrasta hádegisverð ársins. Þau mál sem ég hef leitað til SA með hafa einhvern veginn leyst sig sjálf án þess að aðkoma samtakanna hafi skipt nokkru eða bætt stöðu míns fyrirtækis. Hygg ég að svo sé um marga aðra. Mörg nýrri fyrirtæki sjá sér ekki hag í því að vera innan SA, margir úr minni stétt eru hættir og aðrir búa sig til brottfarar. Erfitt er fyrir nokkurt lítið eða meðalstórt fyrirtæki að réttlæta fleiri hundruð þúsunda eða milljóna greiðslur félagsgjalda inn í SA eins og málum er háttað. Eigendur fyrirtækjanna fengju meira fyrir krónurnar með niðurgreiðslu skulda en að kasta þeim í tilgangsleysið í Borgartúni 35.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“