Það er kominn nóvember sem þýðir að það má byrja að tala um jólin. Eða svo segja sumir. Jólatréð er aðalskrautið á heimilum flestra og er atburðurinn að skreyta tréð of mikilvægur fyrir fjölskyldur. En hvernig það er skreytt skiptir líka miklu máli. Þegar þú ert búin að skreyta jólatréð er það meira eins og hlið Monicu, eða Joey, Chandlers, Phoebe og Rachel í Friends?
Ef þú vilt að tréð verði eins og Monica myndi gera það þá eru hér skotheldar leiðbeiningar sem fylgdu gervitré. Taflan segir til um hversu margar ljósaperur og jólaskraut þú átt að setja á tréð miðað við stærð þess.
91 cm tré ætti að vera með 50 perur og 20 skraut.
162 cm tré – 120 perur og 40 skraut.
183 cm tré – 240 perur og 50 skraut.
198 cm tré – 240 perur og 60 skraut.
213 cm tré – 400 perur og 75 skraut.
Stærra en 213 cm tré – 400-1000 perur og 90 skraut.
Myndinni var deilt í Facebook-hópinn Mrs Hinch Made Me Do It.