fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Rekstur Reykjavíkurborgar skilar 2,5 milljarða króna afgangi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024 var lagt fram í borgarstjórn í dag.  Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2020, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

„Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Hann segir stór skref verða stigin við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að ný verkefni á sviði velferðar verði áberandi eins og innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur.

„Þá erum við að fjármagna metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja, ekki síst í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð með samgöngusamningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríkið. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemm-torg verður endurgert á næstu árum. Ný jarð- og gasgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum og við förum í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur eru gegnumgangandi og loftslagsmál ávallt í forgrunni.“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Sterk afkoma samstæðunnar

Áætlunin gerir ráð fyrir góðri afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar á næstu árum en henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar svo sem Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir og Malbikunarstöðin Höfði.

Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 21,9% árið 2020 en mun hækka í 24,1% í fimm ára áætlun.

Skuldaviðmið samstæðu Reykjavíkurborgar var árið 2018 um 73% miðað við gildandi reglur þar sem gert er ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%

Álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði mun lækka í áföngum á seinni hluta tímabilsins.

Fjárfest fyrir um 20 milljarða króna

Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að 19,6 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Þar af er ráðgert að verja 4,6 milljörðum króna til grænna fjárfestinga. Meðal stórra fjárfestinga sem ráðist verður í á næsta ári eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í Suður-Mjódd, endurgerð á Hlemmtorgi auk gatnagerðar í nýjum hverfum. Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar.

Húsnæðisuppbygging hefur aldrei verið umfangsmeiri í sögu borgarinnar. Nýir byggingarreitir og uppbyggingarsvæði sem njóta góðs af nálægð við Borgarlínu verða megináherslan í þróun borgarinnar á næstu árum. Ný íbúahverfi munu rísa í Gufunesi, Elliðaárvogi og Skerjafirði. Til að tryggja lýðræðislegt samtal eru ný íbúaráð tekin til starfa um alla borg í spennandi samvinnu við íbúa í hverfum borgarinnar. Unnið verður að framtíðarsýn og áætlun um sjálfbær hverfi í gegnum hverfisskipulag fyrir hvert hverfið af öðru. Árbæinn var fyrstur og Breiðholtið kemur næst. Í virku samráði við notendur og atvinnulíf verður einnig unnið að rafvæðingu og einföldun í þjónustu borgarinnar og endurhugsun og eflingu almenningsbókasafna. Menningarlíf borgarinnar hefur sjaldan verið öflugra og á næsta ári verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin afhent í Reykjavík.

Tekjur A-hluta eru áætlaðar 135.156 mkr. en gjöld með afskriftum 132.124.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump