fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Framkvæmdir við Hverfisgötu tafist um þrjá mánuði – Kostnaður vegna seinkunar liggur ekki fyrir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 17:30

Frá framkvæmdum við Hverfisgötu. Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir við Hverfisgötu hófust í kringum 20. maí og voru áætluð verklok sögð vera áður en Menningarnótt færi fram, sem var 31. ágúst. Framkvæmdin hefur farið illa í fyrirtækjaeigendur, sem sumir hafa lagt upp laupana, meðan aðrir segja reksturinn hanga á bláþræði.

Ásmundur Helgason, einn eigandi Gráa kattarins við Hverfisgötu, hefur verið afar gagnrýninn í garð borgaryfirvalda og hefur falið lögmanni sínum að krefjast bóta frá borginni vegna framkvæmdanna sem hafi haft þau áhrif á reksturinn að veltan er 40% minni í ár en á sama tíma í fyrra.

Nú er áætlað að verklok verði í kringum 20. nóvember, en seinkunin er rakin til erfiðleika verktaka við að brjóta klöppina til að koma fyrir lögnum, utanumhald um mannskap og að aðföng, þar á meðal lagnaefni sem skipt hafi verið um, hafi ekki borist á réttum tíma.

Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 180 milljónum króna. Ljóst er að kostnaðurinn mun verða meiri en það, þar sem verkið hefur farið töluvert fram úr tímaáætlun.

Samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg liggur lokauppgjör verksins þó ekki fyrir á þessari stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur