Ensk blöð fjalla um það í dag að Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, og Jose Mourinho, þáverandi stjóri félagsins, hafi ekki verið sammála um hvaða leið félagið ætti að fara árið 2018.
Um var að ræða síðasta félagaskiptaglugga Mourinho í starfi en Woodward vildi reyna að fá Raphael Varane og Marco Veratti til félagsins.
Mourinho bað Woodward um að láta slíkt eiga sig, United ætti ekki séns á að fá slíka leikmenn.
Mourinho fékk Fred, Diogo Dalot og Lee Grant til félagsins það sumarið en var brjálaður að fá ekki Harry Maguire, sem kom svo ári síðar.
Woodward er umdeildur í starfi sem stjórnarformaður United en pressa er á honum að gera liðið gott á nýjan leik.