fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Vigdís segir heimilislausa líða fyrir lúxus borgarstjóra – „Sumir kunna ekki að skammast sín“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdirnar sem ganga undir verkheitinu „Þingholt, torgin þrjú“ fela í sér endurbætur á Baldurstorgi, Freyjutorgi, og Óðinstorgi, eins og vegfarendur í miðborginni hafa vafalaust tekið eftir í sumar. hafa 300 milljónir verið eyrnamerktar verkefninu

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að þessum framkvæmdum, en hún gagnrýnir framkvæmdina í dag fyrir seinagang, og birtir myndir frá staðnum, en hún hefur áður gagnrýnt framkvæmdina fyrir að þrengja að fjölskyldubílnum.

Hiti í götu framar heimilislausum

Þá telur hún að borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sem býr við Óðinstorg, eigi að skammast sín fyrir að hafa hag af framkvæmdunum sjálfur, á meðan úrræði fyrir heimilislausa hafi ekki komist í framkvæmd:

„Æi hvað er gott að vera borgarstjóri – gott að fara þurrum fótum út allt árið – snjóbræðsla á alla kanta rétt niður fyrir húsið. Skrúðgarðurinn/Óðinstorg notað sem miðstöð fyrir framkvæmdirnar og langt í að það verði komið í notkun – samt voru tæplega 300 milljónir skrifaðar á torgið. Á meðan hafa t.d. smáhýsi fyrir heimilislausa ekki risið. Sumir kunna ekki að skammast sín.“

Fjölgun smáhýsa

Samþykkt var í borgarráði í fyrra að verja 450 milljónum til að kaupa allt að 25 smáhýsi, sem verða tengd við veitukerfi. Verið var að kanna slík smáhýsi og lóðir sem hentað gætu fyrir þau. Kaup af slíkum smáhýsum voru sögð falla að skaðaminnkunarverkefninu „Húsnæði fyrst (Housing first)“ og er liður í aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks. Í samþykkt borgarráðs segir að mikilvægt sé að hrinda ofangreindu í framkvæmd sem fyrst, bæði vegna skjólstæðinga velferðarsviðs og þess tíma sem Félagsbústaðir hafa til að nýta sér samþykktan stuðning á þessu ári.

Sjá nánar: Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Þrengt að fjölskyldubílnum

Eyjan greindi frá því þann 12. október þegar Vigdís gagnrýndi framkvæmdirnar fyrir að þrengja að fjölskyldubílnum og tjáði sig með rauðum, grátandi tjáknum, með tunguna lafandi út úr sér, til marks um óánægju sína:

Sjá nánar: Vigdís vægast sagt ósátt við fegrunaraðgerðir borgarstjóra – „???“ -Myndir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?