Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn, samkvæmt vef Stjórnarráðsins.
Í fyrstu var aðeins getið um 11 umsækjendur, þar sem ráðuneytið gleymdi að telja Áslaugu Eir í tilkynningu sinni, en listinn hefur nú verið uppfærður.
Umsækjendur eru:
Umsóknarfrestur var til 28. október sl. Mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.