,,Þetta lítur vel út hérna hjá okkur hérna fyrir norðan, snjór um allt og rjúpan dreifð. Og veðurspáin er góð,“ sagði Jón Ingi á Stöng í Mývatnssveit í gærkveldi, rétt áður en rjúpnaveiðin átti að byrja fyrir alvöru í morgunsárið. Veiðimenn ætla að fjölmenna til veiða, víða land um helgina.
,,Við ætlum á Holtavörðuheiðina og kannski eitthvað annað, sjáum til,“ sagði veiðimaður sem við hittum i vikunni og var að gera sig kláran.
Veiðiskapurinn hófst í morgun um allt land, veðurfarið er gott þessa dagana og nú er að ná í jólamatinn. Það er næsta mál.
Það er hófsemi sem gildir, fá vel í jólamatinn og njóta útiverunnar, Ein og ein rjúpa er málið.
Mynd. María Gunnarsdóttir á Bláhæðinni á Holtvörðuheiðinni á síðasta veiðitímabili. En það næsta hófst í morgunsárið í morgun. Mynd G.Bender.