fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Hendum baksturskvíðanum út um gluggann – Eftirréttir sem þarf ekki að baka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir einfaldlega hræðast bakaraofninn og fyllast kvíða þegar kemur að bakstri. Hér eru þrír eftirréttir sem þarf ekki að baka og eru auk þess ofureinfaldir.

Þetta klikkar ekki. Mynd: Sunna Gautadóttir

Laglegt lasanja

Hráefni:

2 pakkar instant-súkkulaðibúðingur
4 bollar nýmjólk
1 dós marshmallow-fluff
1 peli rjómi
200 g litlir sykurpúðar
400 g hafrakex
Súkkulaðiíssósa

Aðferð:

Blandið mjólkinni saman við búðingsduftið og hrærið vel í um 2 mínútur. Setjið til hliðar.

Í annarri skál hrærið þið marshmallow-fluff, sem er nokkurs konar sykurpúðarkrem, saman við rjómann. Hrærið næstum því öllum sykurpúðunum saman við rjómablönduna og geymið nokkra til að skreyta með.

Takið til ílangt form, 33–35 sentímetra langt. Raðið 1/3 af hafrakexi á botninn, smyrjið helmingnum af rjómablöndunni ofan á hafrakexið og smyrjið síðan helmingnum af búðingnum ofan á rjómablönduna. Endurtakið.

Myljið nokkur hafrakex ofan á blönduna og dreifið nokkrum sykurpúðum yfir. Sprautið súkkulaðisósu yfir herlegheitin. Setjið réttinn í ísskáp í um klukkustund eða þar til á að bera hann fram. Þetta er hættulega gott!

Haframjöl, súkkulaði og hnetusmjör. Mynd: Sunna Gautadóttir

Hafra- og hnetusmjörsbitar

Botn – Hráefni:

3/4 bolli smjör
1/2 bolli ljós púðursykur
1/2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. vanilludropar
3 bollar haframjöl

Aðferð:

Takið til kassalaga form, sirka 20 sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og látið hann ná aðeins upp fyrir hliðarnar.

Bræðið smjörið yfir meðalhita. Hrærið púðursykrinum og saltinu saman við og hrærið vel þar til sykurinn er uppleystur. Bætið vanilludropum saman við og hrærið vel.

Lækkið hitann og bætið haframjölinu út í. Leyfið þessu að malla í um tvær mínútur, eða þar til allt er vel blandað saman.

Þrýstið helmingnum af blöndunni í formið og hellið því næst næstum því öllum toppinum yfir. Myljið hinn helminginn af blöndunni ofan á og drissið síðan restinni af toppinum yfir það. Kælið í sirka klukkutíma og finnið dásemdina í hverjum bita.

Toppur – Hráefni:

1 bolli dökkt súkkulaði
1 bolli hnetusmjör

Aðferð:

Setjið hráefnin í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið saman í þrjátíu sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Kíkið svo hér að framan fyrir frekari leiðbeiningar.

Elskar þú Maltesers? Mynd: Sunna Gautadóttir

Ávanabindandi Maltesers-gott

Hráefni:

250 g hafrakex
220 g mjólkursúkkulaði
220 g hvítt súkkulaði
180 g smjör
4 tsk. síróp
310 g Maltesers

Aðferð:

Takið til kassalaga form sem er 20×20 sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og látið hann ná aðeins upp hliðarnar.

Myljið kexið í spað. Setjið smjör, súkkulaðið og síróp í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Hrærið vel saman.

Hrærið hafrakexinu saman við smjörblönduna með sleif eða sleikju. Takið um 20 Maltesers-kúlur frá og blandið restinni saman við smjörblönduna með sleif eða sleikju.

Hellið blöndunni í formið og þrýstið niður með skeið. Þrýstið síðan Maltesers-kúlunum sem þið tókuð frá ofan í kökuna. Leyfið kökunni að jafna sig í ísskáp í um 4 klukkustundir. Þessi er svakaleg!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum