fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Einleikur í Borgarleikhúsinu innblásinn af Costco gíraffanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 5. og 6. nóvember verður einleikurinn Gíraffinn sýndur á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu ásamt fjórum öðrum verkum. Viðburðurinn heitir Ungleikur og er partur af Unglist

Höfundur verksins er Magnús Thorlacius en kaup manns á stórum gíraffa Coctco voru innblástur við ritun verksins.

„Ég hafði endurskrifað viðtal við manninn sem hafði keypt Costco gíraffinn þar sem ég hafði sleppt spurningum spyrilsins, svo eftir stæði einungis eintal þessa manns um kaupin. Svo í sumar hafði ég grafið þetta skjal upp í tölvunni minni og notað sem innblástur fyrir handrit að leiksýningu. Afurðin er hálftíma einleikur,” segir Magnús, sem er gríðarlegur spenntur fyrir sýningunni.

„Ég prófaði að spyrja manninn sem hafði keypt gíraffann hvort það væri hægt að fá hann að láni fyrir sýninguna. Það var því miður ekki hægt þar sem það hefði farað illa með hann að flytja hann til núna, þar sem búið er að festa hann niður í jörðina. Því erum við að smíða okkar eigin gíraffa, sem er í raun bara mikið skemmtilegra ef eitthvað. Þá getum við hannað hann eftir eigin höfði sem gefur okkur töluvert meira frelsi til listrænnar sköpunnar.

Verkið er í raun ekki byggt á alvöru kaupunum á Costco gíraffanum, þó innblásturinn hafi komið þaðan. Verkið er ekki um alvöru einstaklinginn sem keypti gíraffann, en verkið er vissulega um mann sem keypti sér fimm metra háan gíraffa í garðinn sinn,” segir Magnús en hann hefur áður vakið athygli fyrir að tengja listaverk við þekkta verslun. Fyrr á árinu gaf hann út ljóðabókina Heimilislausar íbúðir sem er innblásin af reynslu hans af því að starfa í IKEA. Sjá nánar hér.

Hægt er að panta sér miða á Gíraffann á vefnum Tix.is.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“