fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Að eiga börn með stuttu millibili

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla… Ég held að svarið sé nokkuð augljóst!

En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan tíma að verða ólétt og voru línurnar tvær á prikinu mjög óvæntar og kærkomnar. Meðgangan gekk erfiðlega en gleði og hamingja yfir tilvonandi barni var okkur þó ofar í huga.

Þegar strákurinn svo loksins kemur í heiminn eftir langa og erfiða fæðingu tóku við erfiðir tímar. Hann var svo mikið kveisubarn að það væri efni í heila bók. Þegar hann er svo orðin 6 mánaða fer ég að finna breytingar á líkamanum mínum og átta mig á því að ég sé nú líklega orðin ólétt aftur. Ég pissa á próf sem var orðið jákvætt nánast í höndunum á mér áður en pissubunan fór á það! Þetta var mikið sjokk fyrir okkur foreldrana þar sem við höfðum fengið þær fréttir að við gætum að öllum líkindum ekki orðið ólétt án aðstoð læknisvísinda en þarna vorum við allt í einu komin með einn gullmola og áttum von á öðrum!

1374280_10202132930754939_637422338_n

Þrátt fyrir að hafa áhyggjur af þreytu, álagi og peningum var gleði og þakklæti það sem stóð uppúr á seinni meðgöngunni. Þegar litla prinsessan á bauninni mætir í heiminn, var Kristófer Vopni sonur okkar 15 mánaða gamall og var hann himinlifandi að fá svona litla systir til að pota í og kyssa.

Ólétt

Fyrstu tvö árin hennar eru nánast þokukennd þegar ég hugsa til baka. Þrátt fyrir að hún hafi verið mjög ljúft og gott ungabarn þá voru samt tvö lítil börn á heimilinu, ég í námi og Óttar í vinnu. Þessi tími tók mikið á og það var lítið sofið og kaffineysla heimilsins jókst til muna!

13442320_10209578444288124_7207011433826060069_n

Bæði börnin okkar fæddust með galla í ónæmiskerfinu svo mikið var um veikindi fyrstu árin sem tók sinn toll en einhverstaðar heyrði ég þá tölfræði að skilnaðartíðni foreldra með veik börn sé um 90 prósent! Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér það ekkert óeðlileg tala og í raun ekkert skrítið þar sem álagið sem fylgir því að eiga veikt barn er gríðarlegt og þó erum við heppin með hve vægur gallinn þeirra er. Þetta tók mikla samvinnu og urðum við í kjölfarið miklu sterkari eining heldur en áður.

Svo… Þegar ég fæ spurninguna: „Hvernig er að eiga börn með svona stuttu millibili?“ Þá er það fyrsta sem kemur upp í huga mér: „ERFITT.“

11200585_10206683030984601_7356127564246327410_n

Það er virkilega erfitt að eiga börn með svona stuttu millibili. það er lítið sofið, mikið rifist um athygli foreldra, afbrýðisemi, lítill sem engin tími fyrir sjálfan sig og oft langar manni að leggjast á gólfið með þeim og grenja líka! Okok, ég skal viðurkenna að ég hef gert það… Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar!

EN… Þrátt fyrir allt þetta, þá myndi ég ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Þau eru í dag að nálgast þriggja og fjögurra ára aldurinn og eru bestu vinir. Þau elska hvort annað og get ég ekki hugsað mér að þau væru án hvors annars. Þau geta svo sannarlega rifist, trúið mér! En hlátursköstin, knúsin og hnoðin eru bara einfaldlega það fallegasta sem ég veit um.

Systkinaástin! Hún nær ansi langt og er ég alveg viss um það að þau munu vaða eld og brennistein fyrir hvort annað í framtíðinni ef þess þarf.

Þannig að skítt með þreytu, bauga og rifrildi. Nóg af kaffi, súkkulaði og góður hyljari reddar þessu stutta tímabili og áður en ég veit að verða þau orðin svo stór að það verður orðið óeðlilegt fyrir mig að kyssa tærnar á þeim á kvöldin! Þangað til ætla ég að njóta þess til hins ýtrasta að knúsast og kjassast með þessum litlu orkuboltum mínum.. Oooog nýta þá klukkutíma sem þau eru í pössun og ég fæ að vera „ekki mamma“ í allt annað en að þrífa og taka til.. Splæsa kannski í maska og naglalakk!

Word of advise fyrir ykkur sem eigið börn með stuttu millibili eða von á því.. Það sem hentar mér best er að vera vel undirbúin, alltaf vel skipulögð, muna að hvíla mig og gera mér grein fyrir því að þvotturinn getur beðið en ekki hvíldin. Þvottafjall í sófanum er líka eiginilega skylda fyrir alla foreldra með fleiri en eitt barn svo að… Já og dass… rúmlega dass… eða bara öll flaskan af kæruleysi þarf eiginlega að fylgja líka!

Þangað til næst!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði