fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári neitar aðild að stofnun nýs Alþýðublaðs – „En ég veit að þessi hugmynd nýtur fylgis“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi og blaðamaður sagði við Eyjuna í dag að ekki stæði til að hann kæmi að fjölmiðlarekstri sem fjármagnaður yrði af verkalýðshreyfingunni. Gunnar minntist þess í færslu á Facebook að þennan dag hafi Alþýðublaðið verið stofnað fyrir 100 árum og staðan þá væri keimlík stöðunni í dag og því full ástæða til að rödd alþýðunnar heyrðist úr hennar ranni:

„Það er óskiljanlegt hvers vegna ASÍ, BSRB og verkalýðshreyfingin hafa ekki stofnað til fjölmiðla til mótvægis yfir drottnandi yfirburði auðvaldsins í fjölmiðlum.“

Gunnar Smári kom síðast að útgáfu er hann tók yfir Fréttatímann ásamt hópi fjárfesta í lok árs 2015. Blaðið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 eftir að Gunnar Smári hafði stigið til hliðar í kjölfar mikils taprekstrar.

Ekki að hugsa um rassinn á sjálfum sér

Gunnar Smári er sagður hafa sterk ítök innan verkalýðshreyfingarinnar ekki síst sem einn helsti stuðningsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannsslagnum í Eflingu.

Gunnar sagði við Eyjuna að hann væri þó hvorki starfsmaður né meðlimur Eflingar og það væri helst stóru verkalýðsfélögin, VR, Efling, ASÍ og Starfsgreinasambandið sem gætu staðið að stofnun öflugs fjölmiðils.

Aðspurður hvort hann hefði áhuga á að koma að stofnun, rekstri eða ritstjórn slíks fjölmiðils sjálfur sagði hann svo ekki vera:

„Nei ég hugsa það nú ekki. En það er áhugavert að þetta er sama staða uppi nú og fyrir 100 árum. Alþýðan þarf sinn fjölmiðil til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, en þetta snýst ekki bara um hagsmunabaráttu heldur líka um menningu, heimsmynd og samfélagssýn sem er öll bogin og skökk eins og hún er fram borin af fjölmiðlum í dag. En þetta er ekki risastór atvinnuauglýsing fyrir mig. Það má líka tala um pólitík og hugsjónir án þess að maður sé að hugsa um rassinn á sjálfum sér. En ég veit að þessi hugmynd nýtur fylgis og mun njóta vaxandi fylgis.“

Einsleit flóra kapítalista

Gunnar Smári  skiptir netmiðlum Íslands upp í tvo hópa í nýjustu greiningu sinni á fjölmiðlamarkaði eins og staðan blasir við honum í færslu sinni; Kapítalista og ekki – kapítalista. Segir hann þessa tvo hópa kljást í „stríðinu“ um heimsmynd almennings.

Styðst hann við lestrarmælingar netmiðlana til að telja stigin og komast að stöðunni í stríðinu og kemst að þeirri niðurstöðu að óskiljanlegt sé að verkalýðshreyfingin hafi ekki stofnað fjölmiðil til mótvægis við kapítalistanna, sem séu að „slátra“ leiknum með yfirburðarsigri:

„Ef við tökum saman helstu fréttamiðlana og skipum þeim í flokk kapítalista (visir.is, mbl.is, dv.is, frettabladid.is, hringbraut.is og vb.is), ekki-kapítalista (stundin.is, kjarninn.is, grapevine.is) og leyfum ruv.is að vera á gráu svæði; þá er staðan þessi í leiknum, stríðinu um heimsmynd almennings: KAPÍTALISTAR: 543 þúsund – EKKI ENDILEGA KAPÍTALISTAR: 25 ÞÚSUND. Fyrir hvert mark sem EKKI ENDILEGA KAPÍTALISTAR skora, þá skora KAPÍTALISTAR 21 mark. Þetta er því ekki 14:2 burst heldur 42:2 slátrun. Ef við bætum ruv.is inn sem þriðja liðinu þá myndi RÚV vinna EKKI ENDILEGA KAPÍTALISTAR 2:1 en tapa svo 1:9 fyrir liði KAPÍTALISTANNA.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?