fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Flugsérfræðingur líkir WOW 2 við versta flugfélag heims – „Þetta verður bara skrítnara og skrítnara“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Schlappig, áhugamaður um flug, heldur úti vinsælu flugbloggi þar sem hann hefur fjallað  á gagnrýnin hátt um endurreisn WOW, líkt og Eyjan greindi frá fyrr í þessum mánuði.

Hann undrast nú nýjasta útspil bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, sem fer fyrir hópnum sem kenndur er við nafnið WOW 2. Áætlanir hennar hafa tekið miklum breytingum síðan hún tilkynnti um endurreisn félagsins en fátt hefur komið jafn mikið á óvart og þær fréttir að fyrst um sinn hyggist félagið einbeita sér að fraktflugi, þá helst á þorski milli Keflavíkur og Washington.

Hafa margir klórað sér í hausnum yfir þessum fyrirætlunum, til dæmis hópur innan Samfylkingarinnar, sem telur maðk vera í mysunni og málið lykta af hergagnaflutningum.

Sjá nánar: Samfylkingarfólk dregur áform Ballarin í efa –„ Þetta er farið að lykta af hergagnaflutningum“

Óvænt U-beygja

Schlappig bendir á að þetta gangi gegn allri orðræðu Ballarin hingað til, sem hafi miðast af upplifun farþega, en ekki fisks:

„En undarlegt. Þetta er sérlega íronískt, þar sem Ballarin hefur lagt sérstaka áherslu í öllu ferlinu á hversu góð upplifun farþega verði hjá félaginu. Allt frá biðinni inni í flugstöð, upp í Michelin-kokkinn um borð og áhersluna á heilsusamlega næringu, sem og notkun nýrrar tækni til að flýta fyrir borðgöngu. Eftir allt þetta, kjósa þau að fara af stað með fraktflug frekar en farþegaflug?“

Baltia tilfinningin

Þá segir Schlappig einnig að enn sé ekki ljóst hvaða tegund véla Ballarin hyggist nota, eða hvernig hún ætli að koma þessu öllu í kring:

„Wow ástandið verður bara skrítnara og skrítnara,“ segir hann og bætir við:

„Er ég sá eini sem fæ örlitla Baltia tilfinningu hérna ?

spyr Schlappig, en Baltia flugfélagið, sem breytti nafni sínu í  USGlobal Airways árið 2017 þykir ekki hátt skrifað í bransanum og hefur verið nefnt versta flugfélag heims enda tókst félaginu ekki að fljúga einum einasta farþega frá stofnun þess árið 1989, né að búa til tekjur.

Markmið þess í fyrstu var að fljúga farþegum frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna þáverandi. Hefur Schlappig einnig fjallað mikið um sögu Baltia og sagt það vera svikamyllu. Það á engar flugvélar og hefur enga starfsmenn. Ekki ósvipað WOW 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna