Þessar eru aðeins of góðar – fullkomnar fyrir þá sem eru á ketó á Hrekkjavökunni sem gengur nú brátt í garð.
Pumkin spice mix – Hráefni:
3 msk. kanill
2 tsk. engifer
2 tsk. múskat
1 tsk. allrahanda
1 tsk. negull
Aðferð:
Hræra öllu vel saman í skál.
Múffur – Hráefni:
3 egg
½ bolli púðruð sæta (ég nota powdered monkfruit)
½ bolli pumpkin puré (þ.e. hreint grasker)
2 tsk. pumpkin spice mix
¼ bolli kókosolíu (ég nota fljótandi)
1 msk. Smjör, bráðið
1 tsk. vanilla
5 msk. kókoshveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
Aðferð:
Hræra saman púðraða sætu, pumkin puré og pumkin spice mix. Bæta kókosolíu, smjöri og vanilludropum saman við og hræra vel. Síðan er kókoshveiti, lyftidufti og salti blandað saman við. Skipta deiginu á milli möffinsforma, en gott er að spreyja þau vel eða smyrja áður.
Rjómaostafylling – Hráefni:
45 gr rjómaostur
1 msk. púðruð sæta
½ tsk. vanilla
½ msk. rjómi
Aðferð:
Hræra öllu vel saman og blanda sirka einni teskeið í hverja köku með prjón eða skafti á teskeið. Hita ofninn í 175°C og baka í 25 til 28 mínútur, eða þar til prjónn kemur úr miðjunni þurr.
Þessar eru sjúklega góðar.