fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Eyþór varar við tvísköttun á borgarbúa -„Nóg er rukkað í Reykjavík“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 08:48

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, fjallar um skattamál og gjaldtöku í Fréttablaðinu í dag. Hann segir sem er að Reykjavík þurfi að gæta hófs í innheimtu gjalda til að standast samkeppnishæfi:

„Því fer fjarri í dag. Reykjavík er með hæsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu öllu. Tekur meira af laununum en ríkið.“

Hann segir fasteignagjöld hafa hækkað gríðarlega, nú síðast um 17% af atvinnuhúsnæði og ný gjöld spretti upp:

„Það er meira að segja rukkað fyrir spurningar til borgarkerfisins. „Innviðagjöld“ tekin af þeim sem vilja byggja íbúðir.“

Hindra þurfi tvísköttun

Eyþór nefnir einnig að skammarlega lítill hluti fjármagns til vegamála frá ríkinu hafa skilað sér til Reykjavíkur:

„Þetta gerist þótt íbúar borgarinnar hafi greitt sitt með eldsneytissköttum sem ætlaðir eru til vegaframkvæmda og viðhalds. Þeir hafa ekki skilað sér í framkvæmdir. Nú þegar glittir í að sjálfskipuðu framkvæmdastoppi borgarstjórnar verði aflétt verðum við að gæta þess að borgarbúar fái ekki bakreikning. Sjálfsagt er að sérstakar framkvæmdir eins og Hvalfjarðargöngin séu fjármagnaðar með veggjöldum. Jafnframt er ekki nema eðlilegt að orkuskiptin leiði til breyttrar gjaldtöku. En það þarf að passa að borgarbúar séu ekki tvírukkaðir. Hindra tvísköttun. Það þarf að gæta jafnræðis við aðra íbúa landsins.“

Eyþór nefnir að enn eigi eftir að útfæra hvernig afla eigi þeirra 60 milljarða sem kosta á til fyrir Borgarlínu, þar sem veggjöld hafa verið nefnd til sögunnar:

„Það er ekki síður ástæða til að spyrja hver eigi að greiða umframkostnað af 120 milljarða samgöngupakkanum. Það skiptir líka máli. Vaðlaheiðargöng, Landeyjahöfn, Sorpa og Bragginn eiga það sameiginlegt að hafa farið vel fram úr áætlunum. Við þurfum að gæta þess að framúrkeyrsla skili sér ekki með rukkun til borgarbúa. Til viðbótar við allt hitt. Það er kominn tími til að kjörnir fulltrúar sýni ráðdeild. Og gæti hagsmuna borgarbúa. Nóg er rukkað í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“