Liverpool vann stórleik helgarinnar á Englandi en liðið fékk Tottenham í heimsókn á Anfield.
Það var boðið upp á hörkuleik en Tottenham komst yfir áður en heimamenn sneru leiknum við í seinni hálfleik og unnu 2-1 sigur, það var Mo Salah sem tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United ber lið Liverpool í dag saman við þau lið sem hann var í hjá United, sem unnu mikið af titlum.
,,Í síðari hálfleik þá minntu þeir mig á þau lið sem ég var í hjá Manchester United,“ sagði Neville.
,,Það treysta allir á að sigurinn komi, það er frábært að horfa á liðið og þeir eru ótrúlegir, í að klára leiki.“
,,Ég tek undir það að í hálfleik var maður alveg öruggur á því, að það yrði bara einn sigurvegari í þessum leik.“