fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Harmleikur í Kópavogi: Karlmaður fannst látinn fyrir utan fjölbýlishús

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 28. október 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fannst látinn í Salahverfi í Kópavogi að morgni sunnudags. Þetta staðfesti Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV. Hann segir að líklega hafi verið um slys að ræða og að málið væri til rannsóknar.

Samkvæmt heimildum DV virðist maðurinn hafa fallið til jarðar eftir að hafa verið að klifra utan á fjölbýlishúsi í Salahverfi aðfaranótt sunnudags.

Talið er að enginn hafi komið að manninum fyrr en á sunnudagsmorgun en þá hafi maðurinn verið látinn. Heimildir DV herma að maðurinn hafi dvalið í íbúð á þriðju eða fjórðu hæð hússins og hann hafi ætlað að dvelja þar um helgina.

Líkt og áður kom fram staðfesti lögregla að rannsókn á málinu væri í gangi, en hún gat ekki tjáð sig frekar um málið, nema að öllum líkindum væri um slys að ræða. DV ræddi við íbúa í Salahverfi sem sagði að íbúum í nágrenninu væri brugðið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur