fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Leikmenn Arsenal höfðu áhyggjur af fyrirliða sínum eftir hegðun hans: Heimsóttu hann í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, reif sig úr að ofan og sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans í gær. Xhaka var tekinn af velli í leik gegn Crystal Palace og þá var baulað hressilega á miðjumanninn.

Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að viðbrögð Xhaka hafi ekki verið ásættanleg. ,,Það sem Xhaka gerði var rangt. Við þurfum að halda ró okkar og tala við hann,“ sagði Emery.

The Athletic fjallar um málið og segist hafa heimildir fyrir því að Xhaka hafi farið heim, áður en leiknum lauk.

Þá segir þetta öfluga vefrit að þrír reyndir leikmenn Arsenal, hafi heimsótt Xhaka í gærkvöldi. Þeir vissu að þetta mál væri að gera honum lífið leitt, þeir vildu því mæta heim til hans og ræða við hann.

Ekki er ólíklegt að Xhaka missi fyrirliðabandið enda erfitt fyrir stuðningsmenn félagsins að sætta sig við svona framkomu, hjá manninum sem á leiða liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland er byrjaður að skokka

Haaland er byrjaður að skokka