Valdar til þátttöku á helstu stutt- og heimildamyndahátíð Norðurlanda
Sex íslenskar kvikmyndir hafa verið valdar til að taka þátt í stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í Stokkhólmi í september.
Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og eru þar veitt verðlaun fyrir bestu heimildamyndina, bestu stuttmyndina, björtustu vonina auk áhorfendaverðlauna og verðlauna fyrir bestu barnamyndina.
Þær sex íslensku myndir sem valdar hafa verið til þátttöu í ár eru eftirfarandi:
Íslensk-breska heimildamyndin Out of Thin Air sem Dylan Dowitt leikstýrir er tilnefnd í flokkinum Nordic Docs.
Íslensk-sænska stuttmyndin Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur og stuttmyndin Skuggsjá eftir Magnús Ingvar Bjarnason eru tilnefndar í flokkinum Nordic Short.
Stuttmyndin Fantasy on Sarabanda eftir Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttir var valin til þátttöku í flokkinum New Nordic Voice.
Barnamyndirnar Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Engir draugar eftir Ragnar Snorrason voru valdar til þátttöku í flokkinum Young Nordics.