Glæpasagnahöfundurinn Óskar Guðmundsson sló í gegn árið 2015 með glæpasögunni Hilmu. Hann fylgdi henni síðan eftir með bókinni Blóðenglar. Mikil eftirvænting ríkir hjá lesendum Óskars fyrir nýjustu bókinni, sem er spennusagan Boðorðin.
Óskar fagnaði útgáfu bókarinnar í fjölmennu hófi í Pennanum/Eymundsson, Laugavegi 77, á fimmtudaginn. Hér gefur að líta myndir úr hófinu sem fanga stemninguna.