fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón Steinar mælir með dauðarefsingum að hætti Duterte –„Það er ekki nóg að banna þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. október 2019 10:42

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, sagði fyrir nokkrum árum að hann væri hlynntur lögleiðingu fíkniefna og vakti það töluverða athygli og umræðu í þjóðfélaginu.

Hann sagði rannsóknir sýna að miklu fleiri létu lífið í þessu „stríði“  heldur en myndu verða fíkniefnunum sjálfum að bráð ef þau yrðu einfaldlega leyfð eins og áfengi. Hann taldi  að verið væri að halda lífi í undirheimum þar sem glæpir þrifust og löggæslan réði ekkert við. Ungmenni sem leiddust út í neyslu yrðu fórnarlömb glæpamanna.

Þá vildi Jón Steinar að þjóðir heims sammæltust um að aflétta bannstefnu gegn fíkniefnum:

„Það ætti hreinlega að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið,“

sagði Jón  og bætti við að slíkt myndi kippa fótunum undan afleiddri glæpastarfsemi.

Lítið hefur gerst hjá löggjafanum á Alþingi í þessum málum, þó svo Píratar hafi reynt að koma lögleiðingu á kannabis  í gegn með litlum árangri. Hafa þeir einnig kynnt frumvarp gegn afglæpavæðingu á yfirstandandi þingi.

Filipseysk dauðarefsing

Jón Steinar, sem beitir kaldhæðninni að vopni í skrifum sínum nú sem fyrr, virðist því í fyrstu hafa tekið algera U-beygju í afstöðu sinni ef marka má nýjasta pistil hans, hvar hann segist vilja taka upp aðferðir þær sem þekkjast helst á Filipseyjum hjá hinum umdeilda forseta, Rodrigo Duerte:

„Þessa dagana hvolfast yfir fréttir um ört vaxandi neyslu fíkniefna í landinu. Samt höfum við tekið fast á gegn þessum vágesti, því meðferð og neysla fíkniefna er bönnuð á Íslandi. Hér er sýnilega ekki nóg að gert. Það er ekki nóg að banna þetta. Það verður að harðbanna það,”

segir Jón Steinar og bætir við:

„Ef það dugir ekki er varla annað til ráða en að taka upp aðferðirnar sem notast er við á Filippseyjum. Við ættum þá að dreifa skotvopnum til landsmanna og hvetja þá til að skjóta alla sem þeir telja að kunni að hafa fíkniefni undir höndum eða neyta þeirra.”

Fíkniefnalaust Ísland

Þetta verður að teljast ansi harkaleg nálgun til lausnar, en Jón Steinar undirstrikar að tilgangurinn helgi meðalið:

„Að þessum aðgerðum loknum er kannski einhver von til þess að við fína og góða fólkið getum lifað í fíkniefnalausu landinu og dreypt á okkar göfuga vímugjafa, áfenginu. Við verðum kannski eitthvað færri en áður, en skítt með það ef fíkniefnin verða horfin.”

Á rangri braut

Eyjan hafði samband við Jón Steinar vegna pistilsins. Hann sagði að ljóst væri að yfirvöld hér á landi væru á rangri braut, þeirra aðferð væri fullreynd þegar kæmi að baráttunni gegn fíkniefnum, en tók fram að vitaskuld væri honum ekki alvara með inntak pistilins, þó svo málefnið væri grafalvarlegt:

„Við sjáum nú hvernig þetta hefur gengið hingað til. Fangelsin eru yfirfull og fíkniefnin flæða hingað inn sem aldrei fyrr. Við erum augljóslega á rangri braut og það er kominn tími til að breyta um aðferðir. Auðvitað er þessi litli pistill minn uppfullur af kaldhæðni, en málefnið er samt grafalvarlegt og vonandi hreyfir þetta nú við einhverjum sem hefur með málið að gera,“

sagði Jón Steinar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“