Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,1%, rúmlega prósentustigi meira en við mælingu MMR í fyrri hluta október. Fylgi Samfylkingar mældist 15,3% og jókst um rúmt prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 8,0%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,2%, samanborið við 42,0% í síðustu könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og mældist 19,8% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,5% og mældist 14,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,0% og mældist 10,1% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 11,0% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 9,7% og mældist 10,3% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 8,9% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,0% og mældist 5,6% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,6% og mældist 3,1% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 0,9% samanlagt.
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 972 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 21. til 25. október 2019