fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Dóp í Reykjavík: Amfetamínneysla Íslendinga í hæstu hæðum -Kókaín orðið eðlilegt á djamminu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn gaf nýverið út skýrslu sem fjallaði ítarlega um rannsókn þeirra á skólpi sem sýnir fíkniefnaneyslu borgarbúa.

Rannsóknin lýsti sér þannig að tekin voru sýni úr skólpi, víðsvegar um Evrópu og voru sýnin því næst rannsökuð. Niðurstöður rannsóknarinnar eru heldur sláandi fyrir okkur Íslendinga en þar kemur fram að Reykjavík er í fremsta flokki þegar kemur að amfetamínneyslu.

Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan lenti Reykjavík næst efst í rannsókninni sem fór fram í fyrra. Amfetamínneysla í Reykjavík er því meiri en marga hefði grunað.

Sláandi tölur

Í tölum frá Talnabrunni embættis landlæknis eru niðurstöðurnar á sama veg, fíkniefnaneysla Íslendinga fer aukandi. Þar kemur fram að um þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18-67 ára hefur neytt vímuefna og aukning er í neyslu á örvandi efnum eins og kókaíni og amfetamíni.

Lang stærsti hluti þeirra sem hafa einhvern tímann prófað vímuefni höfðu prófað kannabis. Þó höfðu flestir þeirra einungis prófað það einu sinni en tvisvar. Einnig kemur það fram í rannsókninni að karlar séu mun virkari en konur þegar kemur að vímuefnaneyslu, 14 prósent höfðu prófað amfetamín og 12 prósent höfðu prófað kókaín. RÚV vakti athygli á því að þessi neysla kæmi frá frekar yngri svarendum.

20 prósent ungmenna höfðu prufað amfetamín

Í könnun um þekkingu og viðhorf almennings til vímuefnaneyslu ungmenna, sem gerð var af Maskínu, eru einnig ansi sláandi tölur. Í könnun Maskínu er einnig tekið mið af aldri þeirra sem hafa prófað fíkniefnin.

Ef niðurstöður þeirrar könnunar eru skoðaðar má sjá að amfetamínneysla einstaklinga á aldrinum 18-29 ára er mun hærri en margir myndu búast við, tæp 20 prósent. Einnig er kókaínneysla hjá þessum aldri mjög mikil eða tæp 24 prósent. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í grafinu hér fyrir neðan.

Kókaín orðið eðlilegt

Vímuefnaneysla Íslendinga hefur lengi verið í umræðunni en nú síðast spratt upp umræða á samfélagsmiðlinum vegna efnisins. Það má að einhverju leiti rekja umræðuna til tísts sem Melkorka nokkur skrifaði en tistið má sjá hér fyrir neðan.

Það hefur eflaust vakið athygli hjá djammglöðum Reykvíkingum að kókaínneysla er orðin ansi algeng í borginni. Melkorka talar um „normalíseringu“ á vímuefninu og er ansi mikið til í því. Elín nokkur tekur undir með Melkorku og talar um allan þann skaða sem kókaínneysla getur valdið.

„Kókaín veldur framheilaskaða, hefur sjúklega blóðuga framleiðslusögu, er jafn ávanabindandi og heroin og sjúklega dýrt. Skil ekki hversu normaliserað þetta er!“

Einnig bentu einhverjir á það hvað kókaín er gífurlega óumhverfisvænt en margir hafa bent á kolefnisfótspor kókaíns. Einn þeirra sem vekur athygli á þessu er rapparinn og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer, einnig þekktur sem Joey Christ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands