fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Framkvæmdum við Hverfisgötu senn að ljúka – Fyrirtækjaeigendur krefjast tafarbóta

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. október 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senn líður að verklokum endurgerðar Hverfisgötu frá Smiðjustíg niður fyrir Ingólfsstræti samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Um helgina verður lokið við að steinleggja torg á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Við þann áfanga kemur vel í ljós hve miklu framkvæmdirnar munu breyta fyrir ásýnd götunnar.

Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið. Steinlagt torg fyrir framan Þjóðleikhúsið verður tilbúið í lok fyrstu viku nóvember og verður opnað fyrir allri umferð í beinu framhaldi. Vinnu við frágang gangstéttar og hjólastígs að sunnanverðu á að ljúka um miðjan nóvember.

Hörð gagnrýni á framkvæmdir

Vertar og verslunarmenn hafa kvartað sáran yfir framkvæmdunum, sem farið hafi langt fram úr tímaáætlunum og heft aðgengi að verslunum og veitingastöðum, sem hafi stuðlað að gjaldþrotum fyrirtækja og því að þau flýji nú miðbæinn.

Ásmundur Helgason er einn eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins á Hverfisgötu. Hann segir staðinn „rétt lafa“ vegna tafa á framkvæmdum og upplýsingaskorti hjá Reykjavíkurborg og krefst tafarbóta af borginni. Hann beindi orðum sínum beint til formanns skipulagsráðs í færslu á Facebook á dögunum:

„Borgarfulltrúinn sem er formaður skipulagsráðs svarar ekki tölvupóstum, sem fyrr, og firrir sig þannig allri ábyrgð. Því spyr ég hana hér; Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur borgin tekið afstöðu til þess að greiða okkur bætur vegna hinna miklu tafa sem hafa verið við framkvæmdir á neðri hluta Hverfisgötu?“

Sjá nánar: Ásmundur búinn að fá nóg:„Staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir“ – Krefst bóta frá borginni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“