fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
433Sport

Solskjær neitar að ræða um Erling Braut

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2019 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ný stjarna komin upp á sjónarsviðið í knattspyrnunni en sá strákur ber nafnið Erling Braut Haland. Haland er 19 ára gamall Norðmaður en hann skrifaði undir samning við RB Salzburg fyrr á þessu ári. Haland kom til félagsins frá Molde í Noregi þar sem hann skoraði 14 mörk í 39 deildarleikjum sem táningur. Strákurinn er einn allra efnilegasti leikmaður heims og er byrjaður að raða inn mörkum með Salzburg.

Norðmaðurinn hefur raðað inn mörkum frá Salzburg og skoraði tvö gegn Napoli í Meistaradeildinni í vikunni.

Stuðningsmenn Manchester United grátbiðja félagið nú að kaupa norska framherjann, frekar en Mario Mandzukic sem er orðaður við félagið. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United þarf hins vegar ekki að sjá mikið af Haland. Hann þjálfaði hann í Molde og gaf honum sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Samband þeirra er gott og telja ensk blöð að Solskjær hafi bestu spilin á hendi. Það sem talið var að gæti unnið gegn United er að Erling er sonur Alf-Inge Håland, ferill hans fór í vaskinn eftir gróft brot frá Roy Keane, þá fyrirliða United. Alf-Inge Håland lék þá með Leeds.

Norski stjórinn vill ekki ræða um áhuga á Haland. ,,Það er ekki rétt fyrir mig að ræða um framherja hjá öðrum liðum,“ sagði Solskjær.

,,Ég ræddi um Harry Kane í gær og svo er það Erling í dag, það er ekki rétt fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiður og Vicente í KR

Eiður og Vicente í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“
433Sport
Í gær

Allar líkur á að nýir eigendur hringi í Moyes

Allar líkur á að nýir eigendur hringi í Moyes