fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þórður segir ályktanir Más að mestu rangar – „Seðlabankinn sem villtist af leið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. október 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, svarar Má Guðmundssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra í leiðara í morgun, en Már hafði í gær séð sig knúinn til að svara ummælum Þórðar um að fjárfestingaleið Seðlabankans hefði verið opinber peningaþvættisleið á árunum 2012-2015.

Sjá nánar: Már segist „nauðbeygður“ til að svara Þórði – „Eitt­hvað villst af leið“

Már sagði Þórð einn albesta blaðamann Íslands, sem hefði þó „villst af leið“ og því væri Már „nauðbeygður“ til þess að svara, þó svo hann hefði ætlað sér öðruvísi starfslok.

Þórður virðist hinsvegar máta Má í grein sinni í dag þar sem hann tekur allar röksemdafærslur Más fyrir og sýnir fram á að þær standist tæplega.

Svarar rökum sem ekki var haldið fram

Hefst grein Þórðar á að sverja af sér sök sem aldrei var borin upp:

„Fyrsta atriðið sem Már gerir athuga­semd við er að fjár­fest­inga­leiðin hafi opnað leið inn fyrir höftin fyrir þá sem áttu fjár­muni utan þeirra. „Þetta er ekki rétt. Sú leið var opnuð í októ­ber 2009 þegar fjár­magns­höft ár hér á landi voru afnum­in.“ Það skal tekið fram að und­ir­rit­aður hefur aldrei haldið því fram að fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans hafi verið fyrsta opnun á höft­in. Hún var hins vegar í eðli sínu þannig, vegna skil­yrða og leik­reglna, að hún bauð frekar upp á það að hægt yrði að ferja fé hingað til lands sem áður hafði verið komið und­an, t.d. á banka­reikn­inga á aflandseyj­u­m. Því er Már að svara rök­semd­ar­færslu sem hefur ekki verið sett fram.“

Már sagði í sinni grein að vera Íslands á gráum lista FATF hafi ekkert að gera með fjárfestingaleið Seðlabankans:

„Því hefur aldrei verið haldið fram í skrifum Kjarn­ans að Ísland hafi verið sett á gráan lista vegna fjár­fest­inga­leið­ar­inn­ar, enda legið fyrir frá því að úttekt FATF á pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands kom fram vorið 2018 að hún var þar ekki und­ir. Þar er Már því að hrekja fram­setn­ingu sem var aldrei sett fram.“

Annað í grein Þórðar er eftir þessu, og virðist því að Már hafi í raun verið að leiðrétta hluti sem hvorki Þórður né Kjarninn hafi fullyrt um.

Málið í hnotskurn

Í grein sinni kemur Þórður að málinu í hnotskurn, að flestum virðist hafa staðið á sama um þær hættur sem fjárfestingaleiðin bauð uppá, að minnsta kosti tilbúnir til að líta framhjá þeim, þar sem heildarhagsmunir fjárfestingaleiðarinnar voru metnir meiri en mögulegar afleiðingar:

„Már, sem er prýði­legur maður og náði heilt yfir ótrú­legum árangri í starfi sínu sem seðla­banka­stjóri, end­ur­tekur í grein sinni nið­ur­stöðu skýrslu sem Seðla­banki Íslands gerði um fjár­fest­inga­leið­ina sem birt var í ágúst. Þar var því haldið fram að til­gang­ur­inn, að bræða snjó­hengj­una, hafi helgað með­alið og að það væri ekki hlut­verk Seðla­banka Íslands að útdeila rétt­læti í sam­fé­lag­inu. Við verðum seint á sömu blað­síðu hvað varðar þessa nálg­un.“

Þórður segir að Már komi loksins inn á gagnrýni Kjarnans í eftirfarandi klausu:

„Þetta úti­lokar ekki að eitt­hvað illa fengið fé hafi sloppið í gegnum nál­ar­auga fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar þótt ekk­ert hafi hingað til bent til þess að það hafi verið algengt. Í þessu sam­bandi er vert að hafa í huga hvað felst í hug­tak­inu pen­inga­þvætti. Ein­föld en algeng skýr­ing er að pen­inga­þvætti sé ferli þar sem ávinn­ingi af ólög­legu athæfi sé umbreytt með þeim hætti að hann virð­ist lög­mæt­ur. Hér er það upp­runi fjár­mun­anna sem skiptir meg­in­máli. Að ein­stak­lingur sem ein­hvern tíma hefur hlotið dóm flytji fé yfir landa­mæri þarf því ekki endi­lega að fela í sér pen­inga­þvætti og skiptir þá engu máli hvað okkur kann að finn­ast um við­kom­andi að öðru leyt­i.“

Rannsaka þurfi málið

Að lokum segir Þórður að í stað þess að rífast um hlutina, sé hugsanlega best að rannsaka þá í þaula, svo að réttar niðurstöður komi fram:

„Það liggur líka fyrir að gagn­rýni Más á frétta­flutn­ing Kjarn­ans byggir ekki á skrifum mið­ils­ins, heldur að mestu á röngum álykt­unum um hvað hafi falist í þeim frétta­flutn­ing­i.

Það er að óbreyttu hægt að ríf­ast út í hið óend­an­lega um það hvort pen­inga­þvætti hafi átt sér stað í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Það er hægt að setja fram órök­studdar ásak­anir um ósmekk­leg­heit og villi­göt­ur.

En það sem liggur fyrir er að það veit eng­inn fyrir víst hvað gerð­ist, vegna þess að eng­inn fylgd­ist almenni­lega með því og eng­inn hefur rann­sakað það af neinu viti. Rök­studdur grunur er um að þessi leið, sem aug­ljós­lega gat nýst til pen­inga­þvættis sökum skil­mála og eft­ir­lits­leys­is, hafi verið nýtt í þeim til­gangi en engin leið er til að sanna það nema að hún verði að fullu rann­sök­uð.

Már, og aðrir sem stóðu að leið­inni en telja hana hafa verið nauð­syn­lega, hljóta því að geta sam­mælst um það með höf­undi að best væri að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem færi yfir fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og rann­sak­aði hana í þaul­a. Það er eina leiðin til að kveðja þessar umræður í eitt skipti fyrir öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni