fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Líkir framgöngu meirihlutans við árásir á efri byggðir – „Þetta er ljótur leikur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. október 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir meirihlutann í borgarstjórn vera með „árásir“ á efri byggðir Reykjavíkurborgar vegna ýmissa mála tengdum úthverfum borgarinnar, í grein í Morgunblaðinu í dag:

„Íbúum í efri byggðum borgarinnar finnst borgaryfirvöld sinna þeim síður. Framkvæmdir og uppbygging sé meiri í vesturhlutanum, auk þess sem dregið er úr uppbyggingu í austurhluta Reykjavíkur. Tölur sýna að mun færri hafa kost á tónlistarnámi í efri byggðum, en yfir þrefaldur munur er á þessu milli hverfa. Í þessu felst misrétti sem þarf að bæta.“

Eyþór nefnir lokun Korpuskóla sem sé áfall fyrir Grafarvoginn, enda þvert á fyrri loforð. Hafa íbúar Grafarvogs borið við að nú þegar enginn skóli sé á svæðinu, muni það hafa áhrif á fasteignaverð og draga úr áhuga fólks á svæðinu. Eyþór segir þetta ljótan leik:

„Í stað þess að efla skólann var dregið úr honum með aðgerðum borgaryfirvalda. Fækkað í skólanum markvisst af hálfu borgarinnar í stað þess að efla hann. Fækkunin er síðan notuð sem rök til að loka skólanum. Þetta er ljótur leikur. Það að loka hverfisskóla stríðir gegn skipulagi borgarinnar þar sem gert er ráð fyrir að Korpuskóli sé hluti hverfisins. Foreldrasamfélagið er algerlega hunsað í þessu máli og ákvörðun tekin á grundvelli hagræðingar sem er ekki í hendi,“

segir Eyþór.

Borgarlína og veggjöld

Eyþór telur að innheimta þeirra 60 milljarða sem nota á til að fjármagna Borgarlínu og stokk undir Miklubraut, muni bitna mest á þeim sem búi í efri byggðum Reykjavíkur:

„Þessa fjármuni á að innheimta með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins og mun að óbreyttu bitna mest á þeim hverfum sem eru í efri byggðum borgarinnar. Þar þurfa flestir bíl til að komast leiðar sinnar og jafnframt þurfa margir að sækja vinnu og nám til vesturhluta Reykjavíkur. Þessir þættir allir eru í raun árás á lífsgæði þeirra sem búa í efri byggðum borgarinnar. Íbúar Grafarvogs, Grafarholts, Úlfarsárdals, Árbæjarhverfis og Breiðholts eiga sama rétt og þeir sem vestar búa. Gætum jafnræðis íbúa borgarinnar. Það er þeirra réttur sem borgarbúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka