fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Eyjan

Lilja gæti lagt niður umdeilda og ólöglega fjölmiðlanefnd – „Þetta er allt núna til skoðunar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. október 2019 10:01

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, útilokar ekki að hin umdeilda fjölmiðlanefnd verði lögð niður. Hún segir við RÚV að vinna við fjölmiðlafrumvarpið feli í sér endurskoðun á fjölmiðlanefnd:

„Eins og þið þekkið þá hafa verið miklar breytingar á fjölmiðlamarkaðinum og við höfum verið að vinna að frumvarpi til að styðja betur við einkarekna fjölmiðla þannig í anda þess vil ég líka endurskoða fjölmiðlalögin og þar er auðvitað fjölmiðlanefnd undir.“

Sem stendur er nýskipuð nefnd ekki fullskipuð samkvæmt lögum, þar sem Blaðamannafélag Íslands neitar að tilnefna fulltrúa sinn í nefndina í mótmælaskyni við tilurð hennar og hlutverk, en það dró fulltrúa sinn til baka í mars.

Treystir nefndinni

Nefndina skipa þrír lögmenn og einn heimspekiprófessor, en samkvæmt lögum þurfa fimm að skipa nefndina. Hafa nefndarmenn legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki sérþekkingu á fjölmiðlum, þar sem þeir hafi ekki starfað sem slíkir.

Lilja segir við RÚV að hún treysti þeim þó algerlega:

„Við höfum fengið þar til liðs okkur mjög hæft fólk sem hefur sérþekkingu á fjölmiðlamálum, til að mynda formaðurinn, hann kom að gerð frumvarps um stuðning við einkarekna fjölmiðla þannig ég er mjög sátt við þá einstaklinga sem skipa nefndina.“

Aðspurð hvort skipanin standist lög meðan enn vantar einn, segir Lilja:

„Ég hef fengið þær ráðleggingar að við þurfum auðvitað að byrja á því að gera þetta sem við þurfum að gera, ég hef verið að hvetja Blaðamannafélag Íslands til að taka þátt í nefndinni og þetta er allt núna til skoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Blaðamaðurinn Einar myndi spyrja hvað í ósköpunum gerðist eiginlega og hver ber ábyrgð.“

„Blaðamaðurinn Einar myndi spyrja hvað í ósköpunum gerðist eiginlega og hver ber ábyrgð.“