Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fá Harry Kane, framherja Tottenham til félagsins.
Roy Keane, fyrrum fyrirliði félagsins leggur til að United taki upp veskið og kaupi Kane. Hann telur að það eigi ekki að vera flókið verk að fá leikmann frá Tottenham.
,,Roy fer alltaf beint að efninu, er það ekki? Við leggjum mikið á okkur, við erum að fá Anthony aftur og það styrkir okkur mikið. Þegar Anthony er mættur á fullt þá hjálpar það Rashford líka,“ sagði Solskjær.
,,Við erum með hraða og tækni í okkar framherjum, ég er spenntur fyrir næstu vikum.“
,,Það eru ekki margar heimsklassa níur í dag, það eru Lewandowski og Harry Kane. Þeir eru eins og Alan Shearer og Ruud van Nistelrooy voru. Magnaðir að skora mörk.“
,,Við erum með öðruvísi týpur, ég kann alltaf vel við menn sem klára færin sín vel. Kane er einn sá besti en hann er leikmaður Tottenham.“
„Go and get Kane from Spurs, it’s easy. What are you all staring at?“ ?
Roy Keane’s simple answer to #MUFC‘s striker situation was to go and sign Harry Kane. ✍️ pic.twitter.com/8HOygIN02a
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2019