Stuðningsmenn Liverpool eru í veseni þessa stundina eftir borða sem þeir mættu með til Belgíu í gær. Liverpol vann þá sannfærandi sigur á Genk.
Divock Origi spilar með Liverpool en hann er á varamannabekknum. Hann er frá Belgíu og er uppalinn hjá Genk. Borðinn sem hengdur var upp í gær er heldur ógeðslegur en þar má sjá nakinn Origi, framherjinn er dökkur að hörund.
Getnaðarlimur Origi var stækkaður verulega á myndinni og þykir það vera rasismi. Þeir Romelu Lukaku og Marvelous Nakamba hafa orðið fyrir því sama á ferlinum.
Ljóst er að félagið fær refsingu frá UEFA og nú leitar Liverpool að sökudólgunum. ,,Félagið gagnrýnir það harkalega hvernig komið var fram fyrir leik,“ sagði talsmaður félagsins.
,,Svo það sá á hreinu, þá eru svona myndir rasískar og eiga hvergi heima. Við létum borðann hverfa sem fyrst, við vinnum nú með Genk til að finna sökudólgana.“
,,Þeir aðilar fá þá refsingu sem þeir eiga skilið, samkvæmt regluverki okkar.“