fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Oddný varar við frjálshyggjuáætlun ríkisstjórnarinnar – „Það er verið að búa í haginn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 20:41

Oddný G. Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir við Eyjuna að henni lítist illa á aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum, þar sem verið sé að færa einkaaðilum það sem ætti að vera á höndum ríkisins.

Hún skrifaði í kvöld færslu á Facebook þar sem hún taldi upp nokkur atriði þar sem henni þykir full geyst farið í frjálshyggju:

  • Það stendur til að stofna þjóðarsjóð með arði af orkufyrirtækjunum okkar sem einkaaðilar eiga að ávaxta í útlöndum.
  • Það stendur til að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu með breytingum á Samkeppnislögum.
  • Það stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum.
  • Það er búið að setja lög um Seðlabankann sem veikja bæði bankann og Fjármálaeftirlitið.
  • Það eru 11 ár frá hruni og gerendur í íslensku efnahagslífi eru margir þeir sömu og fyrir hrun.
  • Það eru athafnamenn í viðskiptalífinu sem eiga áhrifamikla fjölmiðla.
  • Það er verið að búa í haginn…

Eftirlitsstofnanir þurfi að virka

Þarna nefnir Oddný nokkur atriði sem svipa til umhverfisins í efnahagsmálum á Íslandi í aðdraganda hrunsins. Hún segist ekki vera að spá öðru hruni, en aðeins eftirlitsstofnanir standi þó í vegi fyrir öðru slíku, sem er kannski ekki mjög traustverðugt í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að Ísland er á gráum lista FATF vegna óviðunandi lagaumhverfis gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka:

„Nei ekki annað hrun en það er verið að búa í haginn fyrir að fáir græði meira með því að færa rekstur og umsýslu fjármagns frá ríkinu til einkaaðila. Það gæti síðan leitt til hruns eða efnahagsþrenginga einkum ef eftirlitsstofnanir geta ekki sinnt raunverulegu eftirliti vegna veikingar þeirra með lögum.“

Vonandi vinnur VG bak við tjöldin

Aðspurð um ábyrgð VG í ofangreindum atriðum, hvort flokkurinn sem tók þátt í að hreinsa upp hrunið með Samfylkingunni myndi virkilega láta Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að skapa slíkar aðstæður sem hún nefndi, eða hvort VG vissi ekki betur, sagði Oddný:
„Ég bara skil ekkert í VG þessa dagana. Vonandi eru þau að vinna gegn þessum frumvörpum Sjálfstæðismanna á bak við tjöldin þó að þau láti okkur hin ekki vita. Nema þau hafi bara samið frá sér allt vit í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.“

Opin fyrir ríkisstjórnarsamstarfi

Oddný vildi þó halda því opnu að fara í ríkisstjórnarsamstarf með VG eftir næstu kosningar, ef svo bæri undir:
„Já ég útiloka það alls ekki. En því miður þá held ég að þetta stjórnarsamstarf muni ekki fara vel með þau. Samfylkingin og Vg fór saman í gegnum erfitt kjörtímabil og tókst að loka 216 milljarða fjárlagagati á fjórum árum sem var ákveðið afrek. Stefna okkar fer ágætlega saman, einkum í velferðar- og umhverfismálum, allra stærstu málunum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á