fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Þessar borgarhátíðir fá styrk frá Reykjavíkurborg næstu þrjú árin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 17:30

Gleðigangan er ein þeirra hátíða sem fá styrk. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur valið sex borgarhátíðir Reykjavíkur sem hljóta samstarfssamning við borgina og styrk næstu þrjú árin en þær eru: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival. Þetta kemur fram á veg Reykjavíkurborgar.

Hlutverk borgarhátíða er meðal annars að efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa jafnframt að uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem að vera aðgengilegar og sýnilegar, vera með alþjóðlega tengingu og uppfylla kröfur um fagmennsku og gæði.

„Við val á hátíðunum hafði ráðið til hliðsjónar umsögn fimm manna faghóps, skipað fulltrúum frá Bandalagi íslenskra listamanna, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum verslunar og þjónustu, auk tveggja fulltrúa menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Í ferlinu var unnið eftir reglum um borgarhátíðir sem samþykktar voru í borgarráði í sumar,“

segir í fréttinni.

Hinsegin dagar – Reykjavík PrideHönnunarmarsIceland Airwaves og RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hljóta 10 milljónir króna hver á ári, og hafa þær allar verið borgarhátíðir undanfarin þrjú ár. Í greinargerð faghóps segir að þær séu mikilvægur hlekkur í fjölbreyttri menningu og mannlífi borgarinnar og styrkja því ímynd Reykjavíkur sem lifandi menningarborgar. Þær hafi því sýnt og sannað að þær eigi fullt erindi til að vera borgarhátíðir áfram.

Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival,  hljóta fimm milljónir króna hvor og eru þær nýjar í hópi borgarhátíða. Í greinargerð faghópsins segir um Myrka músikdaga að hátíðin hafi alltaf verið framsækin og ögrandi og hafi skipt sköpum fyrir íslensk tónskáld. Í umsögn um Reykjavík Dance Festival segir meðal annars að hátíðin sé mikilvægur vettvangur fyrir sjálfstæða dansara og danshöfunda og að hún hafi verið vel sótt undanfarin ár.

Auk stuðnings í formi beinna styrkja hafa borgarhátíðir í Reykjavík, undanfarin misseri, hlotið stuðning menningar- og ferðamálasviðs til að kynna sig betur, svo sem með fánum hátíðanna í miðborginni. Verður sá stuðningur veittur áfram, auk þess sem þróaðir verða fleiri samstarfsfletir borgarhátíða við Reykjavíkurborg.

Nú stendur yfir yfirferð á öðrum umsóknum um styrki úr menningarsjóði borgarinnar og verður úthlutun kynnt undir lok árs en allt í allt eru hátt í 140 milljónir til úthlutunar á næsta ári, ef með eru taldar borgarhátíðir Reykjavíkur, samstarfssamningar sem í gildi eru og úrbótasjóður tónleikastaða sem nýlega var upplýst um úthlutanir úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur