fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Smánun hitt og smánun þetta: „Nú hefur smánun gengið í endurnýjun lífdaga og allir og amma þeirra eru smánaðir”

Svarthöfði
Laugardaginn 26. október 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði liggur yfirleitt ekki á skoðunum sínum en undanfarið hefur hann verulega íhugað að loka algjörlega á sér trantinum og segja bara pass. Það virðist vera algjörlega sama hvaða skoðanir Svarthöfði viðrar, allar eru þær hjólaðar niður í svað. Svarthöfði þorir ekki fyrir sitt litla líf lengur að spyrja fólk hvað það fékk sér í morgunmat. Það gæti hæglega verið kallað „matarsmánun“. Hvað þá að tala um andúð sína á líkamsrækt. „Líkamsræktarsmánun,“ kallar þá einhver. Smánun hitt og smánun þetta.

Það er allir smættaðir virðist vera. Vinsælasta smánunin er „fitusmánun“, „netsmánun“, „flugsmánun“ og „opinber smánun“. Þessu viðskeyti er kastað fram eins og ekkert sé eðlilegra, svo mikið að það hefur nánast misst merkingu sína. Að smána einhvern er nefnilega grafalvarlegt.

Opinber smánun á sér langa og hræðilega sögu. Á öldum áður tíðkaðist það að smána fólk opinberlega og var það hluti af réttarkerfinu víðs vegar um heim. Þá var fólk brennimerkt, sett í gapastokk, því velt upp úr tjöru og fiðri eða látið ganga allsbert um stræti og torg þar sem aðrir ósmánaðir þegnar kepptust um að smána það. Virkilega brútal stöff, meira að segja að mati Svarthöfða sem kallar ekki allt ömmu sína. Að endingu þótti þessi smánun of hræðileg til að viðgangast og smátt og smátt var henni útrýmt úr nútímasamfélagi.

Nú hefur smánun gengið í endurnýjun lífdaga og allir og amma þeirra eru smánaðir. Þetta er svo sem gott og gilt orð og ákaflega lýsandi – að smætta einhvern niður í ekki neitt. Hins vegar er hætta á að þegar „allir“ geta fundið smánun í daglegu lífi að orðið missi merkingu sína, líkt og hefur gerst með ansi mörg orð í íslenskri tungu síðustu misseri. Því mælir Svarthöfði með því að allir auðnuleysingjarnir þarna úti sem hafa ekkert betra að gera en að setja út á holdafar, skoðanir, útlit og persónu fólks sem það þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut að bara hætta því. Þið vitleysingarnir komið illu orði á orðið smánun og satt best að segja væri ráð að leiða ykkur í ólum niður í miðbæ Reykjavíkur, velta ykkur upp úr fiðri og tjöru og hía allrækilega á ykkur. Nokkur svipuhögg og þið leyfið kannski okkur vitiborna fólkinu að grípa til smánunar þegar það á við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán