fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Maðurinn sem setti Ísland á gráan lista einnig bendlaður við hryðjuverkalögin frá 2008 – „Lyktar af stækri alþjóða pólitík“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 13:00

David Lewis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því er greint í ViðskiptaMogganum í dag að David nokkur Lewis, framkvæmdastjóri FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sé nokkurskonar Íslandsvinur, en líkt og kunnugt er var Ísland sett á gráan lista FATF þar sem varnir gegn peningaþvætti voru taldar óviðunandi.

Þá er sagt að Lewis hafi einnig verið hátt settur á sérstakri skrifstofu breskra stjórnvalda  gegn skipulagðri glæpastarfsemi á árunum 2007 – 2009. Og líkt og margir muna settu bresk stjórnvöld hryðjuverkalög á Ísland til að frysta eignir stjórnvalda í október 2008 í kjölfar hruns bankanna. Ekki er loku fyrir það skotið að Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi ráðfært sig við Lewis, eða hans deild, um málið áður en hann lét vaða.

Var Lewis síðan sérstakur ráðgjafi breska fjármálaráðuneytisins um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og forstöðumaður teymis gegn fjárglæpum frá 2009 -2015, þegar deilurnar um Icesave stóðu sem hæst.

Ósanngjarnt að Ísland sé á FATF listanum

Líkt og greint hefur verið frá var Ísland sett á hinn gráa lista samvinnuþýðra þjóða, sem fulltrúum ríkisstjórnarinnar þykir nokkuð ósanngjarnt, þar sem unnið hafi verið baki brotnu við að koma málunum í lag eftir að FATF gerði 51 athugasemd við stöðu mála hér á landi.

Stjórnvöld mótmæltu því að Ísland færi á listann þar sem þau töldu að niðurstaðan endurspeglaði á engan hátt stöðu landsins í vörnum gegn þessum vágesti peningaþvættis, en þrjú atriði stóðu enn út af þegar Ísland var sett á gráa listann.

Hinsvegar segir á vef stjórnarráðsins að  FATF hafi viðurkennt að Ísland hefði gripið til aðgerða sem ekki reyndist tími til að skoða áður en ákvörðunin var tekin, samkvæmt stöðuskýrslu frá 24. september. Því hafi verið atriði þar sem í raun væri búið að laga og aðeins eitt atriði væri eftir.

Samt varð niðurstaðan sú að Ísland mundi áfram sæta eftirliti vegna þriggja aðgerða sem FATF taldi enn standa út af.

Lykt af málinu

Björgvin Guðmundsson, einn eiganda almannatengslaskrifstofunnar KOM og fyrrverandi formaður SUS, segir málið lykta af stækri alþjóða pólitík:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á