Manchester City og eigendur félagsins vilja byggja risa höll í borginni, hún yrði staðsett nálægt Ethiad heimavelli félagsins.
Ethiad höllinn yrði nafnið á henni en hún tæki 21 þúsund einstaklinga í sæti. Höllin mun kosta 300 milljónir punda í byggingu eða 48 milljarða.
Félagið vill þarna halda stóra viðburði, svo sem tónleika, NBA leiki og einnig UFC kvöld.
Félagið telur sig geta búið til tekjur með höllinni sem yrði afar glæsileg. Félagið mun í næstu viku leita til íbúa nálægt vellinum til að fá leyfi fyrir að byggja hana.
Hér að neðan má sjá hvar og hvernig bygging þetta yrði.