Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum fyrirliði Manchester United kveðst vita hvernig sóknarmann, Ole Gunnar Solskjær vill fá til félagsins.
Sóknarlína United er þunnskipuð, Anthony Martial hefur verið mikið meiddur síðustu vikur og þá er lítill broddur í framlínu liðsins. Ole Gunnar Solskjær leitar að manni til að hjálp við, möguleiki er á að veskið fari á loft í janúar
,,United vill framherja eins og Firmino hjá Liverpool eða Son hjá Tottenham, þannig týpu af leikmanni,“ sagði Neville.
,,Ég held að Solskjær vilji ekki þessa venjulega framherja týpu eins og Lukaku eða Diego Costa.“
,,Hann er ekki að leita að þeirri týpu, hann skoðar fjölhæfari kost sem virkar í þriggja eða tveggja manna framlínu.“
,,Félagið hefur alltaf haft framherja sem virka tveir saman, sem vinna líka vinnu án boltans.“