fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Samkeppniseftirlitið lýsir yfir vonbrigðum með frumvarpsdrög Þórdísar – „Veruleg veiking á samkeppnislögum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 12:13

Páll Gunnar Pálsson var skipaður forstjóri Samkeppniseftirlitsins árið 2005. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frumvarpsdrögin sem kynnt voru í gær valda miklum vonbrigðum þar sem í þeim er lögð til veruleg veiking á samkeppnislögum sem rýra munu kjör almennings,“ segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögum.

Þá segir einnig:

„Það er alvarlegt að með frumvarpinu er lagt til að felld verði niður heimild Samkeppniseftirlitsins til málskots til dómstóla til að verja hagsmuni almennings og fyrirtækja sem mátt hafa þolað skaðlegar samkeppnishindranir. Þannig verður Samkeppniseftirlitinu gert ókleift að tryggja að hagsmunir þessara aðila fái fullnaðarúrlausn fyrir dómstólum. Stór fyrirtæki sem eru ósátt við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála geta borið þá undir héraðsdóm, Landsrétt og eftir atvikum Hæstarétt. Verði frumvarpið að lögum mun hins vegar engin gæslumaður almannahagsmuna geta borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Verður þá skapað kerfi þar sem hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja nýtur að þessu leyti forgangs og yfirburða gagnvart hagsmunum neytenda og smærri fyrirtækja.“

Þá er það sagt áhyggjuefni að lagt sé til að leggja niður heimild eftirlitsins til að grípa til íhlutunar vegna tiltekinna skaðlegra samkeppnisaðstæðna, þar sem sú heimild geri eftirilitinu kleift að koma íveg fyrir að fyrirtæki sitji óáreitt að einokunarhagnaði almenningi til tjóns.

„Þá er líka ljóst að frumvarpið er í beinu ósamræmi við aðgerðir á vettvangi ráðuneytisins, í samstarfi við OECD, sem miðar að því að draga úr samkeppnishindrunum, þ. á m. reglubyrði, sem stafar af lögum og reglum. Sú vinna miðar að því að efla samkeppni, almenningi til hagsbóta, á meðan tillögur í frumvarpinu hafa í veigamiklum atriðum þveröfug áhrif, þ.e. veikja samkeppnislögin og draga úr möguleikum Samkeppniseftirlitsins til að stuðla að aukinni samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun í umsögn sinni til ráðherra vara eindregið við lögfestingu frumvarpsins í núverandi horfi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna