fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

„Loksins, loksins viðurkennir stjórnkerfið mistök!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sér mikil pólitísk tíðindi í forsíðu Morgunblaðsins í dag, þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallar um ástæðuna fyrir veru Íslands á gráum lista samtaka um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Pistill dagsins hjá Styrmi ber yfirskriftina „Loksins, loksins – viðurkennir stjórnkerfið mistök!“ :

„Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er að finna ákveðin tímamót, sem eru fagnaðarefni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, viðurkennir, að islenzka stjórnkerfinu hafi orðið á mistök og þess vegna sé Ísland komið á gráan lista vegna peningaþvættismála. Orðrétt segir forsætisráðherra:“Betri vöktun hefði átt að vera í stjórnkerfinu…“

Þá bætir Styrmir við:

„Það liggur við að segja megi að þessum orðum fylgi ákveðin ferskleiki í stjórnkerfi, sem hefur augljóslega staðnað en hefur neitað að horfast í augu við sjálft sig þar til nú. Full ástæða er til að forsætisráðherra fylgi þessum orðum eftir með því að láta taka saman greinargóða skýrslu um það hvers vegna stjórnkerfið brást í þessu máli með þeim afleiðingum, sem við blasa. Og vonandi verður framhald á. Þá mun stjórnkerfið finna að það getur náð sáttum við íslenzkt samfélag.“

Sjá einnig: Fjárfestingaleið Seðlabankans var góssentíð fyrir peningaþvætti – „Úti­loka ekki að þetta verði tekið til nán­ari skoðunar“

Ósmekkleg ummæli

Þess má geta að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, taldi ummæli Þórðs Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, í Silfrinu um helgina vera ósmekkleg, en Þórður sagði að fjárfestingaleið Seðlabankans á sínum tíma hefði verið „opinber peningaþvættisleið“ enda hefði ekki verið fylgst með uppruna þess fjármagns sem hingað streymdi.

Þórður hefur svarað Bjarna í pistli hvar hann segir það ekki ósmekklegt að segja sannleikann heldur væri það í rauninni ósmekklegt að

„Til að eyða þessum vafa blasir við að ráð­ast þarf í opin­bera rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Það þarf að gera það á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis og opin­bera þá sem fengu að nýta sér leið­ina. Leið sem, að mati Seðla­bank­ans sjálfs, gætti ekki jafn­­ræð­is, stuðl­aði að nei­­kvæðum áhrifum á eigna­­skipt­ingu, opn­aði mög­u­­lega á pen­inga­þvætti, og gerði „óæski­­legum auð­­mönn­um“ kleift að flytja hingað fé úr skatta­­skjól­­um. Og svo fram­­veg­­is.

Það væri í raun ósmekk­legt að gera það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur