fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Fyrirtæki fjármálastjórans fékk yfir 32 milljónir frá Eflingu -„Þessi viðskipti voru ekki pöntuð af mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag greiddi fyrirtækinu M.B veitingar alls 32.3 milljónir króna á sjö ára tímabili, en fyrirtækið er í 10% eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, þáverandi fjármálastjóra Eflingar. Hin 90 prósentin voru í eigu sambýlismanns Kristjönu, Marks Brink, en fyrirtækið var skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu. Stundin greinir frá.

Samkvæmt gögnum Stundarinnar greiddi Efling tæplega 41 milljón bæði til Marks og M.B. veitinga milli áranna 2010 og 2018, vegna veitinga. Hefur viðskiptum nú verið hætt við fyrirtækið samkvæmt Stundinni.

„Ekki pöntuð af mér“

Aðspurð hvort eðlilegt teldist að fyrirtækið sem hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir væri í svo miklum viðskiptum við hennar eigin fyrirtæki, sagði Kristjana:

„Þessi viðskipti voru ekki pöntuð af mér, þessi viðskipti voru pöntuð af formönnum og skrifstofustjóra. Þannig að ég vísa bara á skrifstofustjóra félagsins.“

Skrifstofustjórinn sem Kristjana vísar til er Þráinn Hallgrímsson, en hann og Kristjana hafa staðið í hörðum deilum við núverandi forystu Eflingar frá því að hún náði völdum innan Eflingar þar sem ásakanir hafa gengið á milli í fjölmiðlum.

Áður sökuð um spillingu

Fór Kristjana í veikindaleyfi í kjölfarið að ný forysta komst til valda, en í fréttir komst þegar Kristjana neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni fyrir verkefni sem hún vann fyrir Eflingu, þar sem reikningurinn hafði ekki verið borinn undir stjórnina. Alda er eiginkona Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands sem studdi nýja forystu Eflingar og gagnrýndi hann Kristjönu harkalega í kjölfarið á Facebook.

Nefndi hann að Kristjana þekkti spillingu frá fyrstu hendi þar sem hún hefði gætt þess að vænn hluti félagsgjaldanna rynni til fyrirtækis sambýlismanns síns:

„Miðað við það sem ég fengið að heyra í morgun vona að ég þessari Kristjönu verði fleygt út. Verkalýðshreyfingin hefur liðið nóg fyrir fólk af hennar sauðahúsi,“

sagði Gunnar Smári meðal annars.

Sjá nánar: Gunnar Smári sakar fjármálastjóra Eflingar um spillingu – Segir hana hafa beint viðskiptum til sambýlismanns síns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni