fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Feel Iceland undirritar samning um einkarétt á kollageni unnu úr íslensku fiskroði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 17:00

Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir stofnendur Feel Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feel Iceland undirritaði í þessari viku samning við Kenny & Ross Ltd. einn reyndasta fiskkollagenframleiðanda heims sem felur í sér einkarétt á kollagenframleiðslu þeirra unnu úr íslensku fiskroði, samkvæmt tilkynningu.

Kandíska fyrirtækið Kenny & Ross Ltd. var stofnað árið 1945 og er í eigu japanska matvælafyrirtækisins Ajinomoto sem sérhæfir sig í framleiðslu á gelatíni og kollageni fyrir lyfjafyrirtæki.  Við undirritun samningsins tryggði Feel Iceland sér einkarétt á framleiðslu þeirra á kollageni unnu úr íslensku fiskroði. Fyrirtækin hófu samstarf snemma árs 2014 en eftirspurn eftir kollageni hefur aukist mikið frá þeim tíma til dagsins í dag og erfitt þykir að nálgast hágæða kollagen.

Frábært hráefni

„Þessi samningur hefur gríðarlega mikið að segja fyrir Feel Iceland en það er lykilatriði fyrir okkur að tryggja nægt magn af kollageni sem mætir okkar gæðakröfum. Í dag eru ekki til tæki og tól hér á Íslandi til að framleiða kollagen af þessum gæðum en vonandi mun það breytast í framtíðinni. Kenny & Ross Ltd. búa yfir háþróuðum tæknibúnaði til þess að framleiða kollagen og eru einnig með áratuga reynslu sem skilar sér í miklum stöðugleika á hráefninu.  Þannig getum við boðið upp á kollagen úr frábæru hráefni, íslenska fiskroðinu, framleitt af einum reyndasta kollagenframleiðanda heims. Við flytjum svo hráefnið hingað til Íslands þar sem allar vörur eru fullunnar og þeim pakkað”

segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Feel Iceland.  

„Feel Iceland hefur þróað einstakar vörur og við erum afar stolt að undirrita þennan samning sem tryggir þeim einkarétt á kollageni unnu úr íslensku fiskroði. Eftirspurn eftir kollageni hefur aukist mikið síðasta ár og nú framleiðum við aðeins fyrir útvalda viðskiptavini. Við höfum mikla trú á því að Feel Iceland eigi eftir að vaxa og dafna á erlendum mörkuðum enda eru vörur þeirra frábrugðnar öðrum kollagenvörum”

segir Brad Bigger forstjóri Kenny & Ross Ltd. og Ajinomoto í Norður-Ameríku.

Kollagen Feel Iceland er unnið úr villtum íslenskum fiski, nánar tiltekið fiskroði af þorski og ýsu. Engin erfðabreitt efni eru notuð í framleiðsluferlinu og engum efnum er bætt við kollagenið. Hver einasta framleiðslulota er greind nákvæmlega á framleiðslustað og einnig á vottuðum rannsóknarstofum þriðja aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi